Eiga nú eftirlaunaþegar að kaupa ríkið

Verð að segja að mér finnst það ótrúleg bíræfni af ríkisvaldinu að ætla að seilast í eftirlaunasjóði hins almenna verkamanns til að bjarga sér upp úr eigin skít. 

Lífeyrissjóðir eru nokkuð sem við erum búnir að nurla saman til að eiga í handraðanum er æviköldið kemur.  Við erum búin að borka skatt af þessum peningum til ríkisins og svo þurfum við aftur að borga skatt af þeim er við fáum eftirlaunin okkar.

Nú vill ríkisvaldið sem sagt fá þessar tryggingar okkar, sem við sem betur fer ávöxtum í útlöndum, heim til að setja í skuldahítina sem það er búið koma sér í með kaupunum á Glitni og því sem á eftir kemur með hina bankana sem allir eru veikir.

Tryggingar okkar frá ríkinu skulu vera ríkistryggð skuldabréf. Hvers virði eru ríkistryggð skuldabréf sem engin vill kaupa. Þau eru verðlaus og einskis nýtar tryggingar.  Ríkistjórnin getur alveg eins beðið okkur um að gefa sér þessa milljarða. 

Ég bara vona að það fólk sem við höfum treyst fyrir eftirlaununum okkar rasi ekki um ráð fram og flytji peningana úr arðsömum og öruggum bönkum erlendis í til að lappa upp á handónýta krónu og efnahagskerfi á Íslandi.

Það er verkefni Alþingis og stjórnvalda að sjá þjóðinni farboða en ekki almennings með eftirlaununum sínum.    


mbl.is Aðeins í örugga höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Arðsömum og öruggum bönkum erlendis...? Er það til?

Ríkisskuldabréf eru öruggasta fjárfesting sem fyrirfinnst, mun öruggari en fjárfestingar í skráðum erlendum hlutafélögum. Við þurfum á þessu fjármagni að halda sem lið í því að koma okkur útúr þeim vandræðum sem að steðja.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 4.10.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Dunni

Það vill nú þannig til að aðeins tiltöluulega lítill minnihluti bankana í Evrópu á við einvher stórvandamál að stríða. T.d er engin af norsku bönkunum í hremmingum og sænsku bankarnir standa líka vel samkvæmt fjármálgreinendum í þessum löndum.

Það getur vel verið að við þurfum á þessum peningum að halda núna. En að tryggja þá með ríkistryggðum bréfum í ríki sem ekki á fyrir skuldbindingum sínum ef það þarf líka að lapa upp á Landsbankan og Kaupþing eru engin trygging.  Þess vegna er fráleitt að lífeyrisjóðirnir ljái máls á að lána ríkinu þessa milljarða. 

Auk þess er trygging ríkiskuldabréfanna fallin um sjálft sig ef engin vill kaupa þau og krónan er hætt að virka sem gjaldmiðill á mörkuðum. Því miður. 

Vi verðum að finna aðrar leiðir og þær finnum við. Það tekur tíma en það mun takast svo framarlega sem ráðherrarnir okkar falli í gryfju Guðna Ágústssonar sem segir þjóðina hnípna. Hann má vera hnípinn en þó svona hafi farið nú treysti ég Alþingi til að leiða okkur út úr ógöngunum.

Dunni, 4.10.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Glitni vantadi lán og ríkid hljóp undir bagga en med skilirdum tó  audvitad......Vid fengum 75% eignarhlutfall í fyrir tækjinu....

Tetta fyrirtækji vantar nú fjármagn og leitar kannski í altjódagjaldreyrissjódinn og hvad tá????

Vilja teir ekki fá eithvad í stadinn eins og allir???

Kannski hlut í landhelginni okkar eda fiskimidum okkar????

Tad er mikid  ad varast í efnahagsmálum og serlega núna á tessum sídustu og verstu tímum.

Kvedja frá Jyderup inn í góda helgi.

Gudrún Hauksdótttir, 4.10.2008 kl. 14:32

4 Smámynd: Dunni

Það er nákvæmlega þannig sem hlutirnir eru.  Þeir sem lána fé vilja fá tryggingar. Íslenska ríkið getur bjargað sér með aðstoð ef það er bara Glitnir sem það þarf að hjálpa.  En ef Landsbanki og Kaupþing þyrftu sömu umönnun ríkisins og Glitnir þá er ég hræddur um að komi babb í bátinn.  Bankarnir eru svo miklu stærri en ríkið svo það sem björgunarbátur sekkur einfaldlega eins og steinn.

Vonandi kemur ekki til frekari vandræða og við getum farið að krafla okkur upp brekuna aftur.  Þá komumst við örugglega á skrið.

Dunni, 4.10.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband