Bull & vitleysa

Engu er líkara en íslenska þjóðin sé gersamlega að fara á taugum í dag.  Fólk má helst ekki opna á sér munninn ef það vill ræða efnahagsmálin af ótta við að einhverjir fyllist hvíða og áhyggjum.

Að Kennarasambandið taki þátt í svona þagnarbindingaþvælu bendir í þá átt að forystan þurfi að fara koma sér á námskeið í "pedagogik"  uppeldis og siðfræði.  Eða hvenær fór það að verða holt að halda sannleikanum og þá um leið raunveruleikanum frá börnum?

Mér hefur alltaf skilist, eftir 35 ár í jobbinu, að affarasælast sé að kenna börnum að takast á við raunveruleikan og gera þau í stakk búin til að lifa sjálfstæðu lífi á fullorðins árum. Það verður ekki gert með því  að  pakka óþægilegum hlutum inn í bómull. Á endanum kynnast börnin hinni raunverulegu lífsbaráttu, bæði í blíðu og stríðu og þá standa þau sterkari að vígi vitandi að kennaraar og foreldrar hafi reynt að kenna þeim að lifa lífinu á sem eðlilegastan hátt. Líka í kreppuástandi eins og nú er.

Það þarf náttúrulega að segja börnunum hvað hefur gerst í samfélaginu og afherju fólk þurfi að breyta neysluvenjum sínum um stund.  Það er ekki þar með sagt að þurfi að mála skrattan á vegginn í hvert sinn sem við fáum stormin í fangið. En börnin verða sterkari sé þeim kennt að bregaðst við aðstæðum og þegar þau finna að þau geta treyst kennurum og foreldrum.  


mbl.is Kennarar taka undir með landlækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband