Ruglaður??

Davíð Oddson hvetur lærða menn til að tala varlega um efnhagsástandið. Orð mælt af mikilli speki en af litlum trúverðugleika þegar þau hrjóta af vörum hans. Engin hefur farið jafn óvarlega í efnahagsmálum þjóðarinnar og einmitt hann sjálfur.  Geltið í honum, m.a. í gegnum Geir forsætisráðherra og þjóðnýtin Glitnis hefur kostað íslensku þjóðina meiri erfiðleika en nokkur önnur einstök aðgerð í stjórnmálasögu lýðveldisins.

"Þá sagði Davíð  hér á landi væri einhver mesti  gjaldeyrisforði sem nokkur þjóð búi yfir."  Svo lætur hann þessa fullyrðingu út úr sér sem stangast þvert á við allt sem hefur verið sagt og skrifað ástæður hins bága efnahagslíf á Íslandi í dag. Nefnilega ónógur gjaldeyrisforði.

Sé til svo mikill gjaldeyrisforði sem Seðlabankastjóri segir þá hefði hann varla farið að þjóðnýta Glitini.  Nema það hafi verið fyrirfram ákveðin hefndarráðstöfun hjá honum stela bankanum frá Jóni Ásgeiri.  Fæ mig ekki til að trúa því en hvað á maður að hugsa þegar þessi fullyrðing hrekkur út úr honum. 

 


mbl.is Davíð: Menn tali varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er allt saman fyrir löngu ákveðið það er ég viss um og það eru fleiri en hann sem ættu að fara að passa sig í þessum hóp.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband