Það var einkar athyglisvert að fylgjast með umræðu Sigurðar G og Agnesar á Stöð2 í gær. Einhver vegin hélt ég að þar myndu mætast stálain stinn en svo var alls ekki. Þar mættust nefnilega maður stútfullur af þekkingu og reynslu og konukind sem opinberaði meira en nokkru sinni fávisku sína og blátt áfram heimsku. Mér er til efs um að Ísland eigi jafn ótrúverðugan rannsóknarblaðamann í fórum sínum. Hversu vel sem leitað er.
Agnes er og hefur verið, helsti málpípa Davíðs Oddsonar og í gærkvöldi fór það ekkert á milli mála hver hafði lagt upp hernaðaráætlun hennar. Og eins og alltaf, þegar hún er komin í vörn, ýlfrar hún gjammar og geltir eins og kvolpafull tík í sauðahjörð. Ekki í eitt einasta skipti lagði hún eitthvað málefnalegt inn í umræðuna frá sjálfri sér heldur bara hugmyndir sem hún hafði togað upp úr Davíð og fylgismönnum hans. Geir greyið var ekki einu sinni inni í umræðunni sem valdamaður þjóðarinnar nr eitt heldur eins og hlaupatík Seðlabankastjóra á sama level og Agnes sjálf.
Sigurður talar venjulega af þekkingu og oftar en ekki sýnir hann andstæðingum í umræðum þá virðingu að þegja meðan þeir tala. Það gerir Agnes aldrei og þó bað hún Sigurð að sýna sér þá kurteisi að grípa ekki framí fyrir sér!!!
Ég hef engan áhuga að halda fram vörnum fyrir málstað bankaeigandanna í Glitni. Men, sem með sjálftöku, taka sér milljónatugi í mánaðarlaun aka um á tugmilljóna bílum og búa í 500m2 villum verða að líta í eigin barm. Þeir eru grersamlega úr takt við allt annað í samfélaginu og sjást ekki fyrir. Þeir bera að sjálfsögðu áhrif á lausafjárstöðu bankans síns. Og ef þeir eiga ekki nóg fyrir afborgunum af lánum fer fyrir þeim eins og mér, þér og öllum örðrum. Eignin er gerð upptæk. Skiptir engu máli hversu eignafjárstaðn er góð. Hún er einskis virði geti maður ekki selt hana þegar á þarf að halda.
En rétt skal vera rétt. Ríkistjórnin fór alvitlausa leið í Glitnismálinu. Í fjármálapressunnu á Norðurlöndum telja menn aðgerðir Davíðs verra en ekki neitt fyrir íslenkst efnahgaslíf eins og nú er að koma á daginn. Fari ríkið eins með Kaupþing og Landsbanka, sem líka eru í vonlítilli stöðu, á það ekki lengur fyrir skuldbindingunum frekar en Glitnir á sunnudaginn. Þá er það bara spurning hvort það verður Danadrottning eða Noregskonungur sem fær nýlenduna til baka í verra ástandi en á einokunartímanum.
Seðlabankinn brást líka megin skyldu sinni eins og oft hefur verið bent á bæði á Íslandi og í útöndum. Í heilt ár hafði bankinn tækifæri til að lappa upp á gjaldeyrisvarasjóðinn þannig að hann gæti rétt þeim bönkum, sem Davíð þóknaðist, hjálparhönd í erfiðum tímum. Í satðinn sat Davíð og stjórnaði landinu í stað og boraði í nefið á sér á milli tilskipana til Geirs.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.