Það er stöðugleiki í efnahagsmálum á Íslandi

Í morgun þegar ég vaknaði í morgun var gengi krónunnar rúmlega 17 á móti þeirri norsku, um miðjan dag var það komið í 19 krónur og ákkurat núna er hún farin að nálgast 20 krónur. 

Er þetta ekki gott dæmi um stöðugleika í efnahagsmálum eins og frosætisráðherra og skósveinn Seðlabankastjóra hefur hælt sér af síðustu vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það ríkir eins konar dómsdagskvíðaröskunarástand á Íslandi núna, skal ég segja þér. Örþrif eru mörgum ofarlega í sinni. Það er að gerast sem flestir töldu óhugsandi fyrir stuttu síðan, allt riðar til falls. Ég er samt voðalega róleg, helli mér kaffi í bolla og kveiki á rás 1, les bloggspeki og nýjustu rannsóknarniðurstöður um áfallastreituröskun - og kippi mér ekki upp við neitt. Bara finnst gott að láta þig vita þetta!!!! Knús.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Dunni

Ég veit það, vinkona, að þú ert alveg pollróleg yfir þessu. Mér finnst líka gott að fá mér kaffi og brosa af að öllum þeim misvísandi fullyrðingum sem koma frá bankaeigendunum, ríkistjórn og Seðlabanka.  Mætti halda að bankaeigendurnir héldu sig í Malasíu, ríkistjórnin í Rúanda og Seðlabankastjóri á tunglinu.

Hafðu það alltaf sem best.

Dunni

Dunni, 2.10.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband