Eftir bókinni

Keflvíkingar geta engum þakkað nema  eigin aulaskap fyrir að verða af Íslandsmeistaratttlinum í ár.   Þeir fóru einfaldlega á taugum þegar FH-ingar fóru að anda í hálsmálið þeirra í síðustu viku. Taugaflækjan náði svo hámarki þegar liðið er kallað út á kvöldæfingu í hálfleik þegar FH var að vinna Breiðablik.  Það eru í besta falli einkennileg skilaboð til leikmanna og greinilegt að þau hafa farið eitthvað öfugt í þá.

Eftir að hafa verið 8 stigum á undan Hafnarfjarðarliðinu, fyrir aðeins nokkrum dögum, er með ólíkindum að láta titilinn ganga sér úr greipum með tapi fyrir FRAM og það á heimavelli sínum í Keflavík.  Þetta er rakið dæmi um taugaáfall í fótboltanum. 

 Ekki það að ég harmi sigur FH.  Öðru nær. Gæti varla verið ánægðari nema ef Grindavík næði einhvern tíman að krækja í titilinn.  Svo náttútlega herf ég ekkert á móti KR. Þeir riðu svo sem ekki feitum hesti frá leiktíðinni og verður sepnnandi að vita hvað gerist þar á bæ með haustinu.

TIL HAMINGJU FH


mbl.is FH-ingar lyfta Íslandsbikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Úff, fótbolti, handbolti, stuðbolti, straubolti ...... Skil ekki muninn á þessu, eins og þú veist. Veit bara að Óli Fossberg var uppáhaldsfóóóboltakappinn minn þegar ég var enn minni en ég er í dag.

Ég bíð eftir viðbrögðum þínum við bankatíðinum dagsins á Íslandi - og víðar. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Óli Fossberg var skemmtilegur með flautuna góðu....

Halldór Jóhannsson, 30.9.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Dunni

Óli var og er topp maður.

Hann var topp markmaður, dómari, harmonikuleikari, trommuleikar og sögumaður.

Þær voru ófár stundirnar sem við sátum í gömlu bræðslunni og hlustuðum, með andakt, á sögurnar sem runnu upp úr karlinum þegar hann var í stuði. Og það var hann eiginlega alltaf.

Dunni, 1.10.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband