Með ólíkindum

Það er með ólíkindum að enn í dag skuli ekki finnast einn einasti boðlegur knattspyrnuvöllur hjá úrvalsdeildarfélögunum á Íslandi.  Á meðan ástandið er ein og það er mun  seint ganga að gera fótboltann að því aðdráttarafli sem hann er í nágrannalöndunum.

Vestamanneyingar eru komnir enn og aftur í efstu deildina, þar sem þeir eiga svo sannarlega heima, en geta samt eki boðið þeim sem áhuga hafa á fótbolta neina þjónustu ef þá skyldi nú langa á völlinn.  

Nú gerir KSÍ kröfu til þess að Eyjamenn reisi a.m.k. 700 sæta stúku og að minnst 300 sæti séu undir þaki. þetta eru hlægegar kröfur og alveg ljóst að lið með slíka aðstöðu fengi ekki að spila einn einasta leik  í norsku fyrstu deildinni.

Sogndal í Noregi er sveitafélag á stærð við Vestmannaeyjar. Þar er ágætis fótboltalið, sem rokkar a milli fyrstudeildarinnar og úrvalsdeildar og er með um 3000 áhorfendur að meðaltali á leikjum sínum í fyrstu deildinni. Þeir bjóða vallagestum sæti í 6000 manna stúku þar sem öll sæti eru undir þaki. Sæmileg snyrtiðastaða er til staðar fyrir vallargesti af báðum kynjum sem þurfa að létta á sér auk þess sem veitingaþjónustan stendur undir nafni.

Reyndar eru kröfurnar orðnar þannig í Noregi að Sogndal þarf að gera æði miklar andlitslyftingu á aðstöðunni, bæði fyrir leikmenn og áhorfendur næst þegar liðið kemst upp í úrvalsdeildina. En ljóst er að það lið á Íslandi sem gæti boðið upp á aðstöðuna í Sogdal hefði yfirburða aðstöðu fyrir bæði leikmenn og áhorfendur á eyjunni góðu í Atlandshafinu.

Á Íslandi er öll aðstaða fyrir knattspyrnumenn og áhorfendur 25 árum á eftir því sem þykir ásættanlegt í Noregi.  Áhorfendatölur á knattspyrnuleikjum segir þar allt sem þarf.   


mbl.is Þurfa 700 sæti og helminginn undir þaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vestmannaeyjar

íbúafjöldi: ca 4000manns

Sogndal

íbúafjöldi: 6500-7000

Sogn og Fjordane (Það svæði sem Sogndal knattspyrnuliðið stendur fyrir)

íbúafjöldi: 105.000 - 110.000 manns

Kannski ekki alveg rétti samanburðurinn

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Dunni

Kanski ekki sá nákvæmasti. En ef þú ætlar að taka allt fylkið með í samanburðinum getum við alveg eins talið Vestmannaeyjar með stór-Reykjavíkursvæðinu.

Hefði kanski átt að bera Vestmannaeyjar saman við Stryn, sem er bær á stærð við Húsavík með tæplega 3000 íbúa.  Þar er flottur gervigrasvöllur með smá stúku sem öll er undir þaki.  Og Stryn leikur í 3. deild en fær samt ámóta marga áhorfendur á heimaleiki sína og Vestmannaeyjar.

En þetta er nú ekki púnkturinn í blogginu. Heldur það að ekki skuli vera einn einast löglegur knattspyrnuvöllur á Íslandi ef frá er talinn hinn hundleiðinlegi Laugardalsvöllur. 

Dunni, 24.9.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband