4 Íslendigar í sigurliði Brann á Deportivo La Coruna

Það er ekki á hverjum degi að erlend knattspyrnulið tefli fram 4 Íslendingum í einum og sama leiknum.  Það gerði norska liðið  Brann í kvöld þegar það tók á móti Deportivo La Coruna og sigraði 2 - 0 á Barnn Stadion.

Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og Grindvíkingurinn, Ólafur Örn Bjarnason, skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu.  Aðrir Íslendingar í Brann liðinu voru voru Krisján Örn Sigurðsson, Gylfi Einarsson, sem fór ítaf á 73. mínútu og Ármann Smári Björnsson.   Birkir Már Sævarsson var varamaður og kom ekki við sögu á Stadion.

Annars er skemst frá því að segja að Brann tók leikinn í sínar hendur strax í upphafi og hafði tögl og hagldir til enda. Vítaspyrna Óla var óumdeild og Grindjánnn setti botann örugglega í netið.  Seinna markið skoraði Jan Gunnar Solli með frábæru skoti af 25 metra færi sem spánski markmaðurinn átti aldrei möguleika á að verja.

Sanngjarn norsk-íslenskur sigur gegn spánska fjandanum á Barnn Stadion í kvöld.

Nú er ný hafinn leikur Bröndby og Rosenborg í Kaupmannahöfn.  Austramaðurinn og fyrirliðinn, Stefán Gíslason, er að sjálfsögðu í Bröndbyliðinu  en athygli vekur að norski landsliðsmarkvörðurinn, Rune Almenning Jarstein, hlaut ekki náð fyrir augum RBK þjálfarans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband