Steven Gerrard stóð fyrir sínu eins og oftast í Meistaradeildinni. Tvö mörk er ekkert lítið útivelli þó annað sé úr tvítekinni vítaspyrnu. En held að við Poolarara getum þakkað Reina að við sóttum 3 stig í greipar Marseille. Hann hélt Rauða Hjálpræðishernum á floti síðustu mínúturnar.
Gerrard var lang bestur Liverpoolmanna en maður leiksins var að mínu mati franski Cheyrou. Sá átti við bróður á Anfield um hríð. Sá gat lítið en þessi getur mikið.
Í fyrri hálfleik virtist Babel ætla að sýna að hann á eitthvað inni en í seinni hálfleiknum var hann hörmulegur. Vörnin var líka óörugg og mér er óskilnalegt af hverju Daniel Agger leikur ekki við hlið Carra. Skrtel hefur lítið að bjóða upp á í Liverpool. Hann gæti sjálfsagt orðið fínn fyrirliði í í varaliðinu.
En hvað sem um leikinn má segja þá spilaði LFC eingöngu upp á að halda fengnum hlut í seinni hálfleik og það er eiginlega ekki mönnum bjóðandi í keppni sem á að vera áhorfendum til ánægju.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Blessaður vinur,já hundheppnir það er þá alveg rétt. En mínir menn The Boys in Blue þurfa svo sannarlega ekki á hundaheppni að halda, dollunum mun rigna á Stamford Bridge á þessu tímabili og efas ég ekki um að rússneski skátahöfðinginn muni ætla að geyma gripina í húsi sínu í Vaðlaheiðinni er fram líða stundir. Og er ég vissum að nágranni hans hann Jóhannes í Bónus muni hjálpa honum að pússa gullið þegar þeir félagar testað á einsog 2-3 Bravo bjórum og snarlað sig á tilboðssteik úr Bónus.
viðar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:53
Hef heyrt orðróm um að skátahöfðinginn fá 25% afslátt á Silvo fægilegi í Bónus gegn því að skaffa Jóhannesi rússneskri smurolíu á Bónusflotan.
Amma sáluga var dygg stuðningkona drengjana frá Stamford Bridge. Hún dáði reyndar Derby líka. En var illa við mína menn í Liverpool sem henni fannst bæði skítugir og sóðalegir. Úlfarnir voru þó verstir og eitur í beinum gömlu konunnar sem helst vildi að slökkt væri á sjónvarpinu ef þeir skokkuðu um skjáinn.
Dunni, 17.9.2008 kl. 05:39
Markið hjá Gerrard var náttúrulega bara snilld og stendur upp úr frá þessum leik, annars bara áfram Arsenal og Austri, og hvað er það í norska hjá þér Dunni, Lyn eða ?
Grétar Rögnvarsson, 17.9.2008 kl. 11:40
Hilsen til deg og Inga fra sol og sommer i de franske alpene. Akkurat nå er vi på besøk i Antibe.Vi er uten nettkontakt i fjellet.
Heidi Strand, 17.9.2008 kl. 18:13
Ég er nú hálfgerð liða skækja í norksa boltanum. Held alltaf med Íslendingaliðunum þegar þau eru að spila á móti "ekki Íslendingaliðum" Undanfarið hefur það verið Brann sem ég haldið með vegna þess að þar leikur einn af mínum góðu nemendum frá Grindavík, Ólafur Örn. Meðan Stefán var hérna var það að sjálfsögðu Lyn.
Hitti Stebba hér um daginn og hann er altaf sami ljúflingurinn. Einstaklega prúður og glæsilegt ungmenni. Og það er náttúrulega Valur Fannar líka. Fínir drengir báðir tveir. Fylgdist að sjálfsögðu með þeim báðum þegar þeir voru í Strömgodset.
Áfram Austri. Er sparsamari á hvatninguna til Arsenal.
Dunni, 18.9.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.