Aulaháttur kostaði okkur stig á móti Skotum

Bæði mörk Skotanna voru af allra ódýrustu gerð. Fyrst eftir hornspyrnu þar sem varnarmennirnir okkar steinsváfu á verðinum.  Eftir vítapyrnuna voru okkar drengir áhorfendur þegar skotarnir hlupu í hóp inn í og settu frákastið í markið.  Það var hálf aulalegt að sjá þetta.

Hvað um það. Það var margt jálvætt hjá liðinu.  Strákarnir héldu boltanum ágætlega og sköpuðu sér færi sem hefðu átt að nýtast betur. Byrjunarliðið var gott og skiptingin í hálfleik, þegar Indriði kom inn fyrir Bjarna Ólaf hélt vel. Hinar tvær voru umdeilanlegar að mínu mati. Kanski kom Veigar of seint inn í leikinn og kanski hefði hann átt aðskipta við Heiðar sem greinilega var orðinn þreyttur þó það væri ekki að sjá þegar hann átti síðustu orð okkar manna í leiknum

En það sem var neikvæðast við leikinn kom leikmönnum ákkúrat ekkert við.  Alla vega fyrir okkur sem sátum út í útlöndum og horfðum á likinn í sjónvarpinu.  Lýsingin var nefnilega fyrir neðan allar hellur.  Verð að segja að ég hef aldrei heyrt minn góða vin Snorra Sturluson lýsa leik eins og hann gerði í kvöld.  Það fór ekkert framhjá okkur, frekar en honum og Þórhalli Dan, hvað dómarinn var arfa slakur.  En það var alger óþarfi að láta það hafa áhrif á lýsinguna sem varð alltof neikvæð og leiðinleg vegna þess hve þeir töngluðust á dómara ræflinum.

Eftir leikinn reyndi Krisján Guðmunds, af sinni alkunnu hógværð og kurteisi, að hemja hinn vininn minn, Valtý Björn, sem hefði annars haldið næturlanga ræðu sauðahjörðina frá Belgíu. 

 Það var sjálfsagt að koma því að að dómarinn væri hreinasta skelfing.  En það var vitlaus taktík að gera hann að aðalatriði lýsingarinnar.

Verð þó að nefna það að Þórhallur er einvher áheyrilegasti ef ekki besti sérfræðingur sem ég hef heyrt í lýsingu í leik á Íslandi.  Hann útskýrðu leikinn eins og topp smábarankennari þannig að allir gátu skilið hvað var að gerast úti á grasinu. Það var frábært. 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég Klukka þig Dunní:)

Heidi Strand, 10.9.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Heidi Strand

Dunni .)

Heidi Strand, 10.9.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dunni, hvort ég man eftir honum Jósef. Mér datt aldrei í hug að hann væri pabbi Jesúsar, en auðvitað var það gáfuleg ályktun hjá þér.  Jósef og allt hans hafurtask, aðstæður og tiltæki, voru uppspretta alls kyns hugarfóstra í æsku minni. Hann kom m.a. við sögu í dúkkulísuleikjum í Pöntun - enginn hefði nú trúað því, síst af öllu Jobbi sjálfur ...

Já, Skotar og Íslendingar .... well, I would´nt know... ... finnst pilsin þeirra falleg

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Algjörlega sammála þér með Snorra og Valtýr.Hrein hörmung.Held að menn verði að taka sér tak,eða hætta þessu.Púra víti,og já aulaskapurinn að standa eins og styttur í vítinu.Veigar hefði mátt koma fyrr inn sem og ég hefði viljað að Gummi Steinars.kæmi inná.Sá bara megnið af seinni hálfleik.Norsararnir eiga eftir að taka góð stig í næstu tveim leikjum sínum.Kveðja

Halldór Jóhannsson, 10.9.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband