Stangarskotið opnar Veigari dyr

Veigar Pall

Veigar í baráttu við Brede Hangeland fyrirliða Noregs á laugardaginni

Jan Jönsson  þjálfari Stabæk hefur lýst mikilli ánægju með frammstöðu Veigars þær fáu mínútur sem hann fékk í leiknum á móti Noregi.  Þjálfarinn telur að þegar leikmaður hefur staðið sig vel í svo langan tíma sem Veigar Páll hefur gert í Noregi nú sé það eðlilegt að lið úr stærri deildum renni hýru auga til hans.

Jan sagði að hið viðstöðulausaa stangarskot hans hafi verið mjög vel útfært og flott skot.  Hann bætti við að Veigar hefði gert fína hluti þær mínútur sem hann var inniá og vera hans hafi kost að óöryggi í norsku vörninni.

Veigar hefur sjálfur sagt að hann hafi að sjálfsögðu áhuga á að komast í einhverja stærri deild en úrvalsdeildina í Noregi.  En hann yfirgefi ekki Stabæk til þess að fara spila með liðum í Danmörku, Svíþjóð eða Belgíu.

Jan Jönsson segir að hann muni ekki standa í veginum fyrir Veigari komi tilboð í hann frá liðum í sem hann getur hugsað sér að leika með. Hann bætir við að Veigar eigi svo sannrlega skilið að fá að reyna sig með sterkari andstæðingum en hann er að leika á móti í Noregi núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband