Það er nú full léttvægt að kenna bare Tore Reginusen og Jarstein um 2 töpuð stig fyrir Norðmenn. Það má heldur ekki gleyma Jon Carew sem braut fáránlega á Birki Má þegar heiðar skoraði úr aukaspyrnu Emils H. Þá var Carew, sem sagður var í toppformi fyrir leikinn, arfa slakur í sjálfum leiknum og virtist ekki nenna að spila.
Annars voru það bara 3 Norðmenn sem áttu sæmilegan leik á Ullevål í gær. Þeir Steffen Iversen, John Arne Riise og Fredrik Winsnes. Má kanski bæta Per Ciljan við þannig að þá eru þeir orðnir 4.
Höfuðábyrgðina á þrautargöngu Norðmanna ber að sjálfsögðu þjálfarinn, Åge Hareide, semekki hefur unnið leik á heimavelli í næstum 400 daga. Hann nær einfaldelga ekki að fá það besta út úr þeim leikmönnum sem hann er að vinna með. Skiptir engu hverjir það eru. Því ber Norsurum að skipta um þjálfara. En við skulum svo sannarlega vona að þeim detti það ekki í hug þrátt fyrir að allar bloggsíður um fótbolta heimti höfuð Hareide í ruslapoka.
Það var annars gaman að sjá hvernig Krisdján Örn pakkaði gamla féalga sínum, Thorstein Helstad, saman inn í vítateignum. Held að við getum með góðu móti þakkað Hemma og Krissa fyrir að eiga stóran þátt í stiginu. Þeir voru frábærir. Heiðar var líka mjög góður þegar hann fékk eitthvað til að moða úr. Hann skoraði eitt mark og vann aukaspyrnuna sem Eiður Smári gerði að marki.
En mikið djéskoti hefði verið gaman að sjá boltann frá Veigari fara inn. Það hefði að sjálfsögu verið rán aldarinnar í boltanum í Noregi hefðu okkar menn farið með öll stigin úr þessum leik. En það hefði verið meiriáttar gaman.
Tveimur kennt um jafnteflið gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Ágætis grein hjá þér en þú fellur í sömu gryfju og margir aðrir þegar þú talar um "tvö töpuð stig" fyrir norðmenn...það er ekki hægt að tapa því sem maður hefur ekki eða á ekki....hvorki í fótbolta eða öðru.
--------------------
Norðmenn eru hrokafullir skítalabbar sem líta niður á okkur svipað og við lítum niður á færeyinga!
Sir Magister (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 17:44
Þetta er miskilningur hjá þér. Tvisvar í leiknum höfðu Norðmenn þrjú stig í hendi en töpuðu tveimur þeirra til Íslendinga.
Svo finnst mér neðanmálsfullyrðing þín segja meira til um sjálfan þig en Norðmenn. Eftir 10 ár sem íþróttafréttamaður í Noregi hef ég aldrei hitt norskan blaðamann, knattspyrnumann eða bara venjulegan borgara sem ekki lýtur upp til Íslendinga. Ekki minnst vegna þess að vi eigum 12 færri atvinnumenn í kanttspyrnu í Evrópu en þeir sem eru 15,5 sinnum fleiri en við
Dunni, 7.9.2008 kl. 18:18
Dunni minn fyrirgefðu,má ég bæta við þetta og skrifa þetta til Magister?
Þú skalt EKKI voga þér að segja að við lítum niður til Færeyinga..Tala þú BARA fyrir þinn munn,ekki aðra.
En Dunni ég vona að Norðmenn skipti um þjálfara samt.
Halldór Jóhannsson, 7.9.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.