Var að horfa á féttir Sjónvarpsins rétt í þessu. (er reyndar enn að horfa en nú á landsleikinn. Þökk sé gerfihnettinum Thor) Þar kom fram að það kostar á milli 15 og 20 þúsund að koma fyrstu bekkingum af stað í skólann. Jafnframt þótti þeim forledrum sem talað var við að innkaupalistinn væri langur og dýr.
Verð að taka undir með foreldrunum. Listinn er langur og kemur virkilega við budduna hjá venjulegri fjölskyldu. Þetta á náttúrulega ekki að eiga sér stað í lýðveldi þar sem skólaskylda ríkir og skólinn á að heita að sé borgaður af ríki og sveitafélögum með skattpeningum foreldra nemendana.
Hér í, konungsríkinu Noregi, fá börnin allt sem á þessum lista var, nema skólatöskuna, án nokkura fjárútláta foreldra. Skólinn skaffar það sem börnin þurfa á að halda í stað þess að koma þeirri ábyrgð yfir á herðaar foreldrana.
Hvernig væri nú ef félagshyggjuflokkarir gerðu frí skólagögn að kosningamáli í næstu sveitastjórnakosningum.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Við foreldrar megum ekki láta troða hverju sem er ofan í okkur. Við fórum til Akureyrar héðan frá Sauðárkróki og keyptum skóladót skv innkaupalista fyrir 14 þúsund krónur samtals handa öllum börnum okkar þremur. Skilst að meðalverðið pr skólabarn hér á Krók sé um 8000 en hér höfum við bara kaupfélagið með sitt háa verð.
En það er náttúrlega út í hött að skikka fólk til að kaupa frá ákveðnu vörumerki, sem vafalaust er miklu dýrara en annað sem hægt væri að finna.
Þetta farið að ganga út yfir öll velsæmismörk.
Karl Jónsson, 22.8.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.