Norðmenn áttu í mesta basli með miðlungsgóða Íra á Ullevål vellinum í kvöld en náðu að herja út 1-1 jafntefli. Åge Haraide prófaði sig með 4-4-2, demantsafbrygði, án þess að liðið fengi eitt einasta marktækifæri í leiknum öllum.
Mark Norðmanna kom eftir aukaspyrnu frá hægri sem Írum tókst ekki að hreinsa frá marki sínu. Þess í stað skallaði Dean Kiely boltan fyrir fætur hægri bakvararins,Tore Reginussen, sem potaði honum í tómt markið. Er hand viss um að Reginussen verður í byrjunarliðinu á móti Íslandi eftir 16 daga.
Robbie Kean skoraði mark Íranna á 45.mínútu eftir tvenn mistök nýja fyrirliðans, Brede Hangeland. Kean, besti maður vallarins, fékk annað dauða færi í seinni hálfleik en var dæmdur rangstæður. Klár mistök dómara það.
Þess ber að geta að hvorki John Carew eða Steffen Iversen, sterkir sóknarmenn sem venjulega hefja leiki Norðmanna, voru fjarri góðu gamni í kvöld. Steffen var rekinn heim eftir fyllerí en Carew var lítillega meiddur. Þeir verða örugglega báðir í byrjunarliðinu á móti okkar strákum. Þá átti Jon Arne Riise mjög góðan leik sem og nýliðin Moa.
Held að við þurfu ekkert að vera hræddir við Norðmenn. Það er bara að halda haus og spila agaðan bolta. Það nægir benjulega til að slá norska liðið út af laginu.
ÁFRAM ÍSLAND
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.