Ólafur F sigurvegari

Skrifaði þessa færslu sem svar annarstaðar en layoutið mislukkaðist eitthvað svo ég læt hana inn hérna líka.

Það er lágt leggst lágt ef á að kenna Ólafi um hvernig fór fyrir síðasta meirihluta.  Munum hvernig til hans var stofnað.Það var ekki Óalfur sem seldi 75% af kosningaloforðum sínum til að komast að völdum í Reykjavík. 

Það gerði Sjálfstæðisflokkurinn.Ólafur var duglegur við að hæla sér af því, í tíma og ótíma, að hann hafi komið 75% af kosningaloforðum sínum inn í málefnasamninginn sem hann gerði við Sjálafstæðisflokkinn.  Og það ar meðvituð taktík hjá Ólafi.  Hann vildi að borgarbúar vissu hve lágt fyrrum flokksbræður hans og systur lögðu sig til að koma Tjarnarkvartettinum frá völdunum eftirsóttu.

Það lýsir best hinum bláeygu sjálfstæðismönnum að þeir voru búnir að gleyma hve þrjóskur og ósamvinnuþýður Ólafur er.  Þeir gerðu málefnasamninginn við Ólaf og hann sem borgarstjóri gerði ekkert annað en að halda sig við þann samning upp á punkt og prik.  Nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn reiknaði aldrei með. 

Ólafur F er enginn Framsóknarflokkur sem aldrei hefur verið annað en strengjabrúða í höndum Sjálfstæðisflokksins.  Flokkurinn sá því fram á að hann kæmi ekki einu einasta af stóru kosningamálum sínum í framkvæmd á kjörtímabilinumí samstarfi við Ólaf sem hélt sig við málefnasamninginn.

Sjálfstæðisflokkurinn átti því engin önnur ráð en að slíta samstarfinu við Ólaf í þeirri von  að einvher önnur verk en skítverk böðuð í pólitískum óþef yrðu eini minnisvarði þeirra að loknu kjörtímabilinu.

En eftir stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur selt sig í tvígang á þessu kjörtímabili. Og í bæði skptin á brunaútsölu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er alveg rétt Dunni.

Nú er augað orðið blátt líka.

Heidi Strand, 20.8.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband