Hvað hefur komið fyrir Lavrov

Þessar vikurnar hrökkva hver ummælin á fætur öðrum af vörum Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússa,  em fær fólk flest til að hrökkva við. Um daginn sagði hann að heimurinn gæti bara gleymt sjálfstæði Georgíu meðan yfirvöl þar í landi létu ekki rússneska íbúa lýðveldisins í friði.

Nú ropar hann því út úr sér að ráðherrafundur NATO reyni að hjálpa glæpastjórninni í Georgíu.

Ummæli þessi eru með ólíkindum í ljósi þess að Sergej Lavrov er einn af allra reyndustu stjórnmálamönnum Rússlands og er frekar þekktur fyrir að vera ábyrgur orða sinna en að gaspra í fyrirsögnum.

Ég velti því fyrir mér hvort Lavrov er á örvandi lyfjum þessa dagana eða hvort sjálfur James Bond gömlu Sovétríkjanna, Vladimir Putin, hefur sparkað svona hressilega í rassgatið á utanríkisráðherranum.


mbl.is „NATO reynir að bjarga glæpastjórn Georgíu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband