Jón gegn Guðjóni A

Sandkorn DV veltir fyrir sér hvort orð Margrétar Sverrisdóttur muni rætast á næsta flokksþingi Frjálslynda flokksins.  Er Nýr Vettvangur gekk í heilu lagi inn í FF sagði Margrét það gert í þeim tilgangi að yfirtaka Frjálslyndaflokkinn.

Nú hefur orðrómur borist til eyrna Sandkorns að Jón ætli sér mikinn á landsþinginu og láti sér varla nægja neitt minna en formennsku í flokknum hvort sem hann fer gegn Guðjóni eða að skipstjórnn að vestan dragi sig í hlé.  Það verður þó að teljast ólíklegt þarsem Guðjón Arnar telur sig örugglega eiga margt ógert sem flokksformaður.

Eftir "glæsilegan" fund Jóns M og Sigurjóns Þ.  á Reyðarfirði lítur út fyrir að Jón hafi fyllst meiri eldmóði en nokkurn tíma áður og nú á að leggja Norðurlandið í heilu lagi að fótum flokksins.  Gujón fær reyndar að vera með á Blönduósi en á bloggi Jóns les maður það á milli línanna að hann sé eiginlega óþarfur þar.  Þeir Sigurjón sé fullkomlega menn til að rikka upp einum og einum fundi.

 En það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni hjá Frjálslyndum. Kanski þeir verði bara Mislyndir eftir landsþingið.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hét þetta ekki Nýtt afl en ekki Nýr vettvangur?

Halla Rut , 19.8.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Dunni

Jú sjálfsagt hét þetta Nýtt afl.  En þdetta var bara ekkert afl.  Mesta lagi eins og tveggja hestafla skellinöðrumótor frá 5. áratug síðustu aldar.

Dunni, 19.8.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband