Það var vitað að Guðni Ágústsson var með puttana í Óskari þegar þeir lögðu á ráðin um að slíta samstarfinu við Tjarnarkvartettinn. Hinn málglaði yfirfjósamaður í Framsókn gat ekki þagað yfir því á dögunum hve vel honum hugnaðist að geta látið undirfjósamann sinn skríða uppí til Hönnu Birnu.
Aðkoma Guðna er í fullkomnu samræmi heiðarleika flokksins. Meira er ekki um það að segja. En ég átti bágt meða að trúa Geir Haarde til sama verklags og viðgengst í Framsókn. En það er komið á daginn að hann var einnig hvatamaður að því að kasta Ólafi F fyrir róða og rýma fyrir Óskari.
Reyndar er nú margt sem bendir til þess að upphaf meirihlutaskiptanna eigi rætur að rekja upp í Seðlabanka. Davíð ku hafa fengið æluna upp í háls er hann frétti af ráðningu Gunnars Smára. Og Davíð er ekki af þeirri manntegund sem kyngir ælunni. Alls ekki.
Þar með fór batteríið af stað. Hanna Birna boðar Ólaf á fund og segir honum hvað sé í pípunum. Ekki veit þeg um þátt Vilhjálms í atburðarásinni en á erfitt með að trúa að honum hafi liðið vel meðan á atinu stóð.
Svo virðist vera að Kjartan Magnússon sé eini heiðarlegi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna. Alla vega lítur út fyrir að hann sé sá eini sem vildi standa við samkomulagið við Ólaf. Hann skilur greinilega að samningur er samningur og samninga á að standa við. Valdagræðgi Hönnu Birnu gerir ekki ráð fyrir að slíku.
Það má vel vera a Hanna Birna sé kjarnorku kona sem vill láta verkin tala. En það hefur ekki farið fram hjá neinum að hún er ekki 100% heiðarleg kona. Alla vega ekki í stjórnmálum. Því held ég að Geir Hilmar Haarde búmmi illilega þegar hann segir að nýju meirihlutinn í borginni, sem byggður er á lygum og óheilindum, komi til með að sóma fylginu aftur til Sjálfstæðisflokks og Framsóknara.
Hinn almenni borgarbúi er búinn að fá nóg af óheilindavef borgarfulltrúa þessara flokka. Og það hjálpar ekki þegar formenn beggja flokkanna hlaupa eins og veiðihundar þegar veiðimaðurinn í Seðlabankanum blæs í flautu sína.
Því miður dregur Guðni Ágústsson upp allt aðra mynd af sjálfum sér í raunveruleika síðustu daga en hann dró upp í bók sinni fyrir jólin. Hafi hann einhvern tíma verið heiðarlegur ungmennafélagsfrömuður þá hefur heiðarleikinn dáið er ráðherrastóllinn varð vettvangur hans og engin hefur hann verið frömuður eftir að hann tók við flokksbrotinu af Halldóri Ásgrímssyni. Flokkurinn heldur bara áfram að rýrna innan frá.
Geir ræddi við formann Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.