Þorsteinsþáttur Pálssonar

225px-Thorsteinn_PalssonNú er það til máls að taka að Þrsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Fréttablaðsins, tekur að hafa áhyggjur miklar af sjúkdómseinkennum borgarstjórnarmeirihutans. Hann sér í hendi sér að borgarbúar una sér illa undir stjórn Ólafs F. sem situr vanmátta og fársjúkur á stóli borgastjórans.

Ritsjórinn hugsaði upphátt og sagði við sjálfan sig; "Ber er hver að baki nema sér bróður eigi".  Minnugur þess að hann sjálfur leiddi flokk hinna sjálfsrtæðu Íslendinga skreið Þorsteinn undir feld og hugsaði ráð. 

Er þorsteinn skreið undan feldinum hafði hann þegar samband við flokksystur sína er Hanna Birna heitir.  "Ráð hef ég að færa þér", sagði Þorsteinn.  "Þú skalt ganga á fundi borgarkonungsins í Ráðhúsinu við Tjörnina. Við hann skaltu ekki láta blíðlega. Ekki í þetta sinnið. Ráð mitt er að þú sláir hann, leiftur snöggt, í höfuðið með saman vöðluðu Fréttablaðinu.  Mun þá Ólafur hrökkva í kút og hlusta á þitt mál. Þá skalt þú segja honum að þu sért leið orðin á hárgreiðlsu hans og að þú kunnir ekki að meta nýju jakkafötin hans. Þú skalt einnig segja honum að þú unir því illa að hann ráði til sín húskarla í laumi meðan þú hvíist á kodda þínum.  Við þessi orð mun Ólafi bregða mjög og mun hann vilja vingast við þig hið bráðasta.  Er hér er komið sögu skalt þú tala blíðlega til hans og segja honum að hinir sjáfstæðu menn í borgarstjórninni hafimhug á að ráð til sín fjósamann í Ráðhúsið".

"Hver er það?", mun borgarstjórinn spyrja. "Óskar heitir hann og var skósveinn Binga barnakarls þess er klauf meirihluta hinn fyrsta á kjörtímabili voru.  Yndi Ólafs mun versna stórlega við þessi tíðindi. Hann mun  lofa þér gulli og grænum skógum fáir þú bandamenn þína til að snúa frá þeirri villu að auka virðingu Óskars með því að gera hann að fjósamanni í Tjarnarhöllinni".

"Ég tel einsýnt", segir Þorsteinn, " að til að koma í veg fyrir slíkan vegsuka Óskari fjósamanni til handa muni Ólafur lofa að hann í einu og öllu fari að vilja þínum setjir þú varðmenn á vakt í ráðhúsdyrnum er varni hinum trausta fjósamanni í Framsókn inngöngu í híbýli vor". 

"Líst mér eigi illa á ráðagerð þessa" segir Hanna Birna. "Þetta kann vel að ganga eftir"Hanna Birna

"Það er næsta víst" segir Þorsteinn. "Og svo segir mér hugur að ástir munu takast með yður og Ólafi í kjölfar samræðu yðarr. Sýnist mér að þær ástir haldi fram í mars á næsta ári.  En þá mun Ólafur borgarstjóri taka sótt mikla og verða óstýrlátur. Hann mun leita sér lækninga á öldurhúsi nokkru í borg vorri. Hann mun láta illa og afla sér óvinsælda fjölda landseta sinna. En þú, Hanna Birna, munt þegar fara í víking að finna þér merkisbera og stríðsmenn fyrir næstu orystu. Munt þú sigla knörr þínum heilum í höfn og hafa virðingu mikla vegna framgöngu þinnara".

Að þessum orðum sögðum strauk Þorsteinn hönd sinni gegnum þykkan makkan er aðeins er farinn að grána. Honum sýndist hann hafa ráðið flokksystur sinni heilt.  Hann brosti er hann snéri sér og hugsaði með sér. Illt er að hafa aula að vinum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Þetta var glæsileg færsla !

Kári Harðarson, 13.8.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Snilldarfræsla!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.8.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Dunni

Takk fyrir góð orð.

Dunni, 14.8.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ja hérna.. þetta er bara skemmtilegt þegar búið er að færa það í réttan frásagnarstíl.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband