Þá hefur Guðni logið

Séu heimildir RÚV sannar um að Framsóknarflokkurinn hafi átt frumkvæðið af þreifingum um nýtt meirihlutasamtarf í Reykjavík er flokkurinn enn ómerkilegri en maður hefði getað ímyndað sér.  Þá er það líka ljóst að formaður flokksins, Guðni Ágústsson hefur logið að þjóðinni þegar hann sagðist, í sjónvarpsviðtali, ekkert vita um þessar þreifingar.  Svona fer ekkert af stað án þess að fyrsti fjósamaður viti um það.

Ef Guðni hinsvegar hefur sagt satt um að hann vissi ekkrt um þreifingarnar þá er hann líka versti flokksformaður í sögu íslensku stjórnmálanna.  Greinilegt að hann hefur enga yfirsýn um það sem gerist fjósinu sem stjórnar.

Í ljósi þess sem nú er upplýst þarfnast brotthvarf Björns Inga nánari skýringa.  Var það kanski flokksforystan sem skvísaði honum út í kuldan. Klúðruðu Björn Ingi og Vilhjálmur fyrsta meirihlutanum með einvherjum þeim hætti sem Guðna þóknaðist ekki. Alla vega endaði sá meirihluti feril sinn jafn snögglega og hann hóf hann. Allir muna breiða bros fjósamannsins frá Brúnastöðum þegar hann með miklu stolti prensteraði spútnik-pólitíkusinn Björn Inga Hrafnsson sem glæsilegan fulltrúaa flokksins í borgarstjórn. Nú er Björn Ingi ekki eins glæsilegur lengur og vitandi að flokkurinn þarf andlitslyftingu í borginni á nú að dubba Óskar upp sem einvhern prins Valiant á hvítum hesti til  að slefa flokknum upp fyrir 2%sentin fyrir næstu skoðanakönnun.

Undir öruggri formennsku Guðna Ágústssonar er Framsóknarflokkurinn endanlega að skíta sig í kaf. Það er kanski verðugur dauðdagi fyrir tækifærisflokk sen engarar virðingar nýtur lengur í íslesnku samfélagi.   Það er synd því flokkurinn hefur margt gott gert í langri sögu sinni.  En það er langt síðan flokkurinn lét gott af sér leiða síðast.  Það var á tímum Steingríms.    


mbl.is Frumkvæði frá Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband