Þá er friðurinn úti

Sumarfríið er búið og maður er mættur í vinnuna eftir verulega gott frí.

Ég er svolítið spenntur að sjá nemendahópinn sem dúkkar upp á mánudaginn.  Get ímyndað mér að það verði margir Pólverjar í ár.  Þeir hafa reyndar verið margir á undanförnum árum en nú hefur þeim fjölgað verulega í Noregi.

Heyrði í fréttunum að víða í Noregi eiga skólar í vandræðum með að taka á móti öllum Pólverjunum þar sem ekki eru pólskumælandi kennarar út um allt konungsríkið. Krakkarnir kunna auðvitað ekkert í norsku þegar þeir koma og fá svo kennsluefni sem allt er á norsku og eiga auðvitað að ná sama árangri í skólanum og þeir infæddu.

Hlustaði á viðtal við skólastjóra í Svolvær í Lofoten sem hafði miklar áhyggjur yfir sínum nýju nemendum frá Póllandi þar sem hann hafði hvorki kennsluefni sem hentaði þeim og alls ekki kennara sem geta skilið þá og spjallað við þá og hjálpað þeim í gegnum fyrstu og erfiðustu mánuðina. 

Í mínum skóla höfum við öfluga móttaksdeild enda skólinn einn stærsti nýbúaskóli Óslóar.   Þar höfum við hæfa kennara og aðgang að aðstoðarfólki sem talar flest þau tungumál sem við glímum við í L.G. skólanum.  En slíku er bara ekki að heilsa hjá mörgum landsbyggðarskólunum.

Varð hugsað til skólanna heima á Íslandi þegar ég heyrði í Lofotenbúanum.  Það eru örugglega margir skólastjórar á Íslandi með sömu áhyggjur og hann. En eins og alltaf á eyjunni. Þetta reddast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Þetta er auðvitað mikið áhyggjuefni, hvernig við ætlum að mennta þessa erlendu krakka. Lykillinn af því að mínu mati er að kenna þeim íslensku. Hugsanlega er heilum vetri "fórnandi" í það að kenna aðeins íslensku til að búa þau betur undir námið síðar meir. Hins vegar er þetta mjög svæðisbundið. Á Vestfjörðum þar sem ég þekki ágætlega til er mikið af erlendum krökkum í skólum Ísafjarðarbæjar á meðan hægt er að telja þá á fingrum annarar handar hér á Krók.

Karl Jónsson, 13.8.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband