Oft hef ég orðið hissa á tækifærispólitík Framsóknarflokksins á undanförnum árum. En sjaldan eins og í gær þegar ég kíkti á RÚV-fréttirnar í tölvunni. Þar birtist Guðni Ágústsson, ábúðarfullur að vanda, og ómögulegt var annað en að lesa út úr svörum hans að hann dauðlangaði að koma Óskari í borgarstjórnina.
Þegar haft er í huga að aldrei hefur Framsókn staðið á fúnari fótum en eftir sitt langa samstarf með Sjálfstæðisflokknum og í þokkabót er flokkurinn með rétt um 2% fylgi í Reykjavík er það hreinlega ótrúlegt að formaðurinn ætli sér að veita honum náðarstunguna með því að etja Óskari út í samstarf við Ólaf F og taglhnýtinga hans í Sjálfstæðisflokknum.
Ég verð að segja að ég hef lítið fylgst með störfum Óskars í borgarstjórninni. En þau hafa heldur ekki farið hátt. En hvernig flokknum dettur í hug að koma sér fyrir eins og hækju undir handarkrikum Sjálfstæðismanna á brauðfótum lýsir metnaðarleysi af verstu gerð. Spurningin er hvort Framsóknarmaddaman er bæði hækja og skækja.
En það er engin spurning að Guðni Ágústsson er eins og klónað afkvæmi af Ragnari Reykás.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.