Eins og við mátti búast af Ingibjörgu

Það fór ekki framhjá nokkru mannsbarni á Íslandi og Íslendingum í útlöndum þegar Ingbjörg Sólrún og SF gelti vikum saman um að nauðsynlegt væri að rannsaka hvernig Ísland var dregið inn á lista "hinna viljugu þjóða" ("viljug" var haft um lauslátar stúlkur í mínu ungdæmi fyrir austan) Ég og margir aðrir treystum því að hún myndi fylgja málinu eftir. Sérstaklega ef hún fengi aðstöðu til þess í ríkistjórn.

Annað kom á daginn. Þegar Ingibjörg varð utanríkisráðherra komst hún í lykilaðstöðu til að komast að sannleikanum og segja hann þjóðinni.  En þá hætti hún að gelta. Varðhundur sannleikans varð allt í einu að kjölturakka fyrrum utantíkisráðherra.  Í stað þess að heimta sannleikan um hvers vegna ríkistjórnin varð að taglhnýtingum Bush hóf hún að sleikja hendur Geirs, með lotningu, eins og kjölturakka sæmir

Sem formaður SF hefur Ingibjörg Sólrún valdið ófáum stuðningsmönnum flokksins sárum vonbriðgðum. Upp úr stendur hrokafull framkoma hennar og lítilsvirðing við þá fjölmörgu kjósnedur sem bundu vonir við störf hennar í ríkistjórn.

Samfylkingin á einn góðan leik í stöðunni á taflborði stjórnmálanna. Sá er að fella "drottningu" sína og fá nýjan leiðtoga sem treystandi er á.  Annars verður SF ekkert meira en "Mistök frjálslyndra og vinstrimanna" hér um árið.


mbl.is Röng og ólögmæt ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tek undir þessa ræðu þína dunni.

Óskar Þorkelsson, 12.8.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband