Ási aumur

Það var aumt af Ásmundi stýrimanni að láta Moggann verða fyrstan til að segja frá hagnaði hans sjálf af kvótkerfinu.

Staðreyndin er nefnilega sú að Ási hefur aldeilis ekki alltaf verið á móti kvótkerfinu. Ekki meðan hann sá sér hag í því. Það vita þeir sem voru með honum til sjós.  Hann var bara óheppinn að þurfa að selja sig út áður en kvótaverðið á hinum ýmsu fisktegundum rauk upp úr öllu valdi. 

En Ásmundur er kvótagreifi og notaði hluta kvótagróðans til að fjárfesta í veitingahúsi sem gerði út gleðipinna og bjórþambara.


mbl.is Ásmundur seldi kvótann fyrir 17 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Getur það ekki verið að Ásmundur sé að reyna að hjálpa þeim sem á eftir koma, hann var alla vegana glaður með að vera tekinn.

Það eru oft fleirri hlliðar á öllum málum og oft ástæðulaust að dæma áður en endirinn kemur.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.8.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Jæja, geislabaugurinn farinn af alþýðuhetjunni. Fékk 70-90 milljónir fyrir 17 árum fyrir kvótann sem hann seldi. Það jafngildir hverju nú? Líklega má margfalda upphæðina nokkrum sinnum. Af minna tilefni hefði verið sagt að menn væru úlfar í sauðargæru.

Ágúst Ásgeirsson, 8.8.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Dunni

Guðrún Þóra!  Mér dettur ekki í hug að dæma Ása. Aðrir gera það. En ég hef mína skoðun á hetjunni eftir að hafa verið með honum til sjós.

Ágúst! Einvhern vegin held ég að hann hafi fengið á milli 90 og 120 milljónir fyrir sinn hlut í skipi og kvóta. Ætli menn geti ekki margfaldað þá upphæð með minnst 2.5 til að komast nálægt raungildinu í dag.  Það er alla vega ekki ofreiknað.

Maður spyr sjálfan sig af hverju hann hóf ekki baráttuna fyrir réttlátri skiptingu aflaheimilda meðan hann hafði fullar hendur fjár. 

Dunni, 8.8.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband