Vilmundur Gylfason var fæddur 7. ágúst 1948 og hefði því orðið sextugur í dag hefði hann lifað.
Það er full ástæða til að halda minningu og nafni Vilmundar á lofti ekki síst vegna þeirrar lognmollu og hagsmunagæslu sem nú svífur yfr íslenskum stjórnmálum.Vilmundur fórnaði drjúgum hluta starfsæfi sinnar í baráttu fyrir réttlátara og betra samfélagi Íslendingum til handa.
Vilmundur kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin á 8. ára tugnum. Kjörorð hans var löglegt en siðlaust. Staðhæfingar sem menn höfðu ekki mikið velt fyrir sér þegar stjórnmálamenn voru annars vegar. Hann taldi flokkakerfið gamaldags og úrelt og að það héngi saman á samtryggingu og spillingu.
Það voru einkum Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem fengu að kenna á vendi Vilmundar. Enda höfðu þessir flokkar aldrei verið neitt annað en hagsmunasamtök eigenda sinna, bænda og atvinnurekenda og átti ekkert skylt við stjórnmálaflokka. Það sjáum við best í daga eftir að samtrygging þeirra breyttist í söfnuði. Fyrst missti Framsókn fótanna með þeim afleiðingum að Sambandið virtist gufa upp í skítalykt. Sú varð reyndar ekki raunin því nokkrir einstaklingar úr innsta spillingarhring flokksins hirtu eigur þess og stungu í eigin vasa. Allt á löglegan en siðlausan hátt.
Hagsmunasamtök Sjálfstæðisflokksins sváfu á verðinum þegar Sambandið var horfið og töldu sig nokkuð örugga um að engin myndigeta hróflað við þeim lengur. Þar klikkuðu þeir illilega. Bæði var að ungir og velmenntaðir viðskiptamenn höfðu lært flerir klæki en öldungarnir í Valhallarveldinu. Svo hitt að þeir sem flokkurinn reyndi að sparka undan fótunum, nefnilega Björgólfur og félagar hans, stóðu tvíefldir upp aftur og hafa nú keypt og gleypt óskabarn flokksins, Eimskip.
En það var ekki bara framsókn og íhald sem urðu fyrir hinum nýja vendi Vilmundar. Hann gleymdi ekki sínum eigin flokki Alþýðuflokknum sem faðir hans, Gylfi Þ. Gíslason, hafði leitt árum saman. Þá fékk Alþýðubandalagið sína yfirhalningu líka. Þessir flokkar voru fullir af kerfisköllum sem sóttust eftir völdum í gjörspilltu umhverfinu.
Alþýðuflokkurinn galt afhroð í þingkosningunum 1971.Skipt var um formann og Benedikt Grændal tók við af Gylfa Þ. Benedikt hlustaði á Vilmund og aðra unga og uppreisnargjarna menn í flokknum. En hann var ekki lengi formaður því eftir innbyrðis deilur og spillingu var Bensa bolað burt og Kjartan Jóhannsson, fyrrum sjárútvegsráðherra, varð formaður flokksins. Það voru mikil mistök því menn muna einna helst eftirKjartani fyrir tvenn hlægileg mistök sem hann gerði.
Fyrst spurði hann Alla ríka á Eskifirði hvort hann hefði lengi fengist við útgerð þegar sá síðarnefndi þurfti á fundi með ráðherra á að halda. Það seinna varð reyndar ráðherranum til skammar þegar hann sagði Vilmund vera geiðveikan er hann deildi á innra skipulag og spillingu innan Alþýðuflokksins.
Það var nokkuð ljóst að Vilmundur átti enga leið með möppudýrinu Kjartani. Hann yfirgaf því Alþýðuflokkinn og stofnaði Bandalag jafnaðaarmanna með góðu og greindu fólki. Sá flokkur sagði spillingu, siðleysi og varðhundum valdsins stríð á hendur. Því miður naut flokkurinn ekki starfskrafta Vilmundar lengi. Þrátt fyrir hæfileikafólk í þingflokknum var þar engin ofurhugi sem fyllt gat skarð leiðtogans. Bandalagið lognaðist því útaf.
En hin ofursterka réttlætis og siðferðiskennd Vilmundar lifir lengi í hugum fólks sem ataðsit í pólitíkinni á 8. og byrjun 9. áratugarins. Við vorum ekki samherjar í stjórnmálum en hann átti alla mína virðingu.
Flokkur: Bloggar | 7.8.2008 | 12:43 (breytt kl. 13:28) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
hmmm, mér reiknast til að 2008 - 1947 séu 61
Brjánn Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 12:53
Menn mega gjarnan rifja upp skoðanir og kenningar Vilmundar. Þakk þér fyrir að minna á afmæli hans. Ef þess hefur verið minnst hér heima hefur það farið fram hjá mér. Blessuð sé minning hans.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.8.2008 kl. 13:40
Helgi Jóhann Hauksson, 8.8.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.