Ómar Ragnarsson er góður maður og ganglegur samfélagi okkar. Ný verðlaunaður og við getum öll verið stolt og samglaðst honum.
En nú bloggar hann um íþróttir og pólitík eins og það eigi ekkert skilt. Ég veit ekki betur en að í öllum löndum heims þar sem íþróttir eru í hávegum hafðar séu þær algerlega háðar jákvæðri pólitík. Þær eru styrktar af almanna fé sem údeilt er af pólitíkusum. Alþjóða Ólympíunefndin er rótpólitísk.
En Ómar veit allt um þetta og hann er að vonast til þess að menn noti ekki tækifærið við verðlaunaafhendingar í Peking til að vekja athygli á pólitískum boðskap. Ég er ekki sammála honum þar. Mér finnst að hver einasti frjálsborinn og heiðarlegur íþróttamaður eigi að vekja athygli á því hvernig óþokkarnir í Peking hafa staðið að málum frá þvi þeim var úthlutað OL 2008.
Það er ekki bara Tíbetar sem þeir fótum troða og sýna ofbeldi á hverjum einasta drottins deg. Þeir halda áfram að loka alla þá sem virða skoðanir sýnar um meiri mannréttindi í alþýðulýðveldinu bak við lás og slá þar sem gengið er í skrokk á þeim.
Eftir að blaðamenn fóru að streyma til borgarinnar til að flytja heimsbyggðinni fréttir af gangi mála eru þeir undir ströngu eftirliti stjórnvalda. Það er njósnað um þá og þeir skammaðir ef þeir segja ekki "rétt" frá og jafnvel vísað úr landi.
Ekki bara það. Heldur hafa verið að berast fréttir í vikunni af því að stjórnvöld í Peking reka verkalýðinn, sem unnið hefur hörðum höndum við að koma OL-mannvirkjunum upp, úr borginni án þess að borga þeim laun fyrir margra ára puð. Fólk sem komið hefur langt að til að vinna að því að OL geti orðið bæði þeim og þjóð sinni til sóma. Þeir eru óæskilegir borgarar meðan á leikunum stendur og reknir í útlegð. Sama má segja um fátæklinga og betlara í borginni. Öllum slíkum er smalað saman og rekið í "útlegð".
Svo sitja Ólafur Ragnar og Þorgerður við hlið þessara "höfðingja" á opnunarhátíðinni, ásamt fjölda mörgum ráðamönnum í hinum svokallaða frjálsa heimi, og brosa við glæpum þeirra.
Auðvitað átti Alþjóða Ólympíunefndin að fresta ÓL 2008 og fara með þessa mestu íþróttahátíð heimsins burt frá Kína þar sem stjónrvöld þar hafa eingöngu notað leikana sér til pólitísks farboða.
Ekki síðan 1936 hafa Ólympíuleikar verið haldnir undir jafn ógeðfelldum formerkjum. Nefnilega mannvonsku.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.