Hestar og verðtrygging

Hef haft gaman að að fylgjast með umræðunni á blogginu um verðtryggingu lána.  Hef líka alltaf haft gaman af að hlusta á Guðmund Ólafsson og þótt hann mæla viturlega ekki síður en Njáll fyrir 1000 árum.  En verðtryggingarkenning hans með hestana var vindhögg sem hvorki bændur og búalið né almenningur getur skilið.  Hann tók hvorki aldur hrossana við útlán og skilun með í reikninginn. Ekki heldur fóðurkostnað, dýralæknisþjónustu eða hirðingu.

En það er nú önnur saga. 

Ég man vel eftir þegar verðtryggingin var sett á fyrir ca 27 árum. Þá var ég að byggja hús og fannst í raun sjálfsagt að lán yrðu verðtryggð þegar umræðan um það hófst. En þá átti ég líka von á að launin yrðu verðtryggð þannig að húsbyggjendur þyrftu ekki einir að halda uppi efnahagsjerfi þjóðarinnar.  Sú varð ekki raunin.  Maður sætti sig samt við þetta kerfi þar sem fólki var tjáð að þetta væri eina tiltæka tækið sem til væri til að ná niður óðaverðbólgunni sem fór í ein 136% á þessum árum.  Þetta átti sem sagt að vera skammtímalausn til  að hjálpa efnahagskerfi lýðveldisins á lappirnar aftur. 

Gott og vel. Þetta virtist vera "ok" í einhvern tíma. En þessi skammtímalausn er enn við lýði  þó ljóst sé að það hefði verið hægt að leggja verðtrygginuna til hliðar fyrir mörgum árum þegar verðbólgan var í öldudalnum.  Þá átti auðvitað líka að gera ráðstafinir til að koma efnahagskerfinu af vínabrauðsfótunum og að minsta kosti á álfætur. 

Verðtryggingin og kvótaniðurskurðurinn sífelldi haldast í hendur.  Bæði áttu að vera skammtímalausnir til að rétta við efnahaginn og fiskistofnanna. Báðar skammtímalausnirnar hafa nú verið í gangi á þriðja áratug og hvorug virkar. Verðbólgan rýkur upp og fiskistofnarnir minka. Hver skeit eiginlega í skóinn sinn?

Það var ekki gert. Í staðinn var haldið áfram á sömu braut og áður. Stóriðju og erlendu fjármagni mokað inn í landið og stjórnvöld sátu brosandi í stjórnarðáðinu og horfðu á velgengnina í samfélagiu út um gömlu fangelsisgluggana. Allir vissu að við lentum í öldudal á milli ævintýranna og nákvæmlega það hefur gerst nú.

Nú spyr ég vegna fávisku minnar.  Hvers vegna er svona miklu stöðugra efnahagslíf í löndunum í kringum okkur?  Af hverju hafa Norðurlöndin ekki tekið upp efnahagsvisku Íslendinga og verðtryggt lán?  Eru hag og viðskiptafræðingar í Evrópu svona miklu vitlausari en á Íslandi?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Kort Sagt: Det er fordi at her har de som har makta nok med seg selv og sine.
Som man sier  at de tenker bare på si eiga rææææææævvvvvvv og på hvilken stol den skal sitte på.

Heidi Strand, 6.8.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband