Liverpool á Ullevål í kvöld.

Liverpool leikur æfingaleik við Vålerenga á Ullevål vellinum í Ósló í kvöld. Þetta er til ómældrar gleði fyrir hina fjölmörgu norsku stuðningsmenn LFC enda er löngu uppselt á leikinn og rúmlega það því eftir því sem mér skilst verða um 27000 áhorfendur á vellinum sem venjulega rúmar aðeins 24800 "tilskuere"

En það er ekki bara að stuðningsmennirnir flykkist á völlinn í kvöld.  Þeir eru líka með söfnun í gangi til að vera með í því að kaupa Ameríkanana út úr félaginu og gera LFC aftur að grasrótarfótboltafélagi sem rekið verður samkvæmt lögmálum makaðarins.  Meðlimir í LFC-klúbbnum í Noregi geta keypt "hlutabréf" upp á miníum 50 þúsund nkr, milli 750 og 800 þusund ísl.kr.  Salan gegnur vel og sumir láta sér ekki eitt bréf nægja.

Það verður ugglaust mikil upplifun fyrir marga á vellinum í kvöld því nú eru 6 ár síðan Liverpool lék síðast í Noregi.  Þá voru vinirnir Houllier og Fowler enn hjá liðinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband