Á ofsaakstri í nýju vinnuna

Náungi á þrítugsaldri var tekinn á 131km hraða á vegi þar sem aðeins eru leyfilegt að þenja kerruna upp í 80 km/t.  Þetta gerðist í Lofoten í Noregi og væri varla í frásögur færandi nema vegna þess að maðurinn var á leiðinni á sínum fyrasta degi í nýtt starf.  Nefnilega sem lögreglumaður. 

 Hann fékk því fylgd væntanlegra starfsbræðra sinna á lögreglustöðina sem tóku af honum skírslu og hirtu síðan ökuskírteini hans og geyma það í 6 mánuði. Þá verður hann að inna haf hendi 36 tíma í samfélagsþjónustu áður en hann getur hafið störf sem lögregluþjónn.

 Lögreglustjórinn í Mið-Hálogalögregluumdæmi segir að þetta sé sérstakur dómur og hefði verið á annan veg ef ekki væri um lögreglumann að ræða.  Við, ég og þú, hefðum nefnilega fengið svimandi háa sekt, ökuleyfissviftingu í 8 mánuði og 50 daga fangelsi fyrir sama brot. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Han får da verdifull erfaring å ta med seg i politijobben. Kansje vil de bruke han i utrykkningsbilen.

Heidi Strand, 6.8.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband