Hart í ári í bandaríska bílabransanum

Það er svo sem vitað að gömlu bílarisarnir í henni Ameríku, GM og Ford hafa brist í bökkum í langa hríð.  Eitthvað leit þó út fyrir að hagur þeirra væri að vænkast á síðustu árum. En nú koma SJOKK-tölurnar frá GM.  Gamla Chevrolett veldið virðist komið að fótum fram eftir að hafa tapað um 1200 milljörðum á aðeins 13 vikum á vormánuðum í ár.

GM samdi við starfsfólk sitt um 20% launaskerðingu sem segir þó lítið þegar salan á bílum þeirra hefur dregist saman um 26% að meðaltali.  Sala á jeppum og pallbílum hefur dregist enn meira saman eða um 35%.  Nú rær stærsti bílarisi heimsins lífróður til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti.

Ástandið hjá Ford og Chrysler er ekki alveg jafn bágborið en engan vegin eins og forráðamenn fyrirtækjanna höfðu vonast eftir. Salan hefur dregist saman um 15% hjá þeim en Ford menn geta þó brosað út í annað því salan á ameríska Ford Focus hefur aukist um 16%.

 Japönsku bílarisarnir hafa ekki farið varhluta af veseninu í landi Bush þangað sem þær sækja bróðurpartinn af tekjum sínum ( 70%). Salan hjá Toyota hefur dregist saman um 12% í USA. Reyndar hefur salan á Nissan aukist um 8% en engu að síður lagði Nissan fram ársfjórðungsskýrslu sína á dögunum sem sýndi 43% minni tekjur en á sáma tíma fyrir ári.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband