Matarvenjur okkar Íslendinga og Norðmanna koma mörgum spankst fyrir sjónir. Ekki eru það allir sem skilja af hverju við leggjum okkur til munns kæsta skötu, hákarl eða harðfisk. Eins er með Norðmenn. Ekki allir skilja af hverju þeir gæða sér á rakfiski til hátíðarbrigða. Það fékk Norðmaðurinn, Torodd Fuglesteg, að reyna í Skotlandi á dögunum.
Hann hafði komist yfir fötu af rakfiski sem vinur hans hafði fært honum er hann kom í heimsókn. Ekki át Þóroddur rakfiskinn strax heldur geymdi hann þar til um daginn að hann ætlaði að gæða sér á gómsætum fiskinum. Hann fór því í geymsluna og sótti fötuna með fiskinum. Er hann kom upp í íbúð sína, sem er á 4. hæð í blokk í bænum Paisley í Skotlandi, opnaði fötuna og gaus upp megn stækja sem ekki hélt sér eingöngu innandyra hjá Norðmanninum heldur dreifði sér um allan stigaganginn.
En það gerði Norðmaðurinn sér enga grein fyrir. Hann verður síðan var við að það er bankað ofur varlega á dyrnar hjá honum. Hann hélt að þar væru á ferð rukkarar frá BBC sem ætluðu að krefja hann um afnotagjaldið sem hann ekki hafði greitt. Því fór hann ekkert til dyra.
Nokkru síðar heyrir hann að það er bankað öllu fastara en hann lét sér fátt um finnast enda byrjaður að borða rakfiskinn. Áfram héldu bönkin á hurðinni og nú öllu fastari en fyrr. Að lokum lét hurðin undan og inn komu lögregluþjónar með gasgrímu fyrir virtum sínum. Og nágranninn læddist inn á eftir þeim. Þegar Þóroddur spurði hvað þeir vildu sögðust lagana verðir vera komnir hingað til að ná í lík. Kvartað hafði verið undan nálykt úr íbúðinni.
Norðmaðurinn sagði að ekkert lík væri í íbúðinni hjá sér. Löggan lét sér ekki segjast og leitaði um alla íbúð án þess að finna nokkurt lík. En þegar þeir opnuðu skjóluna með fiskinum varð þeim ljóst hvernig í pottinn var búið. Þeim lá við uppköstum.
Það sem í raun gerðist var að nágranninn, sem ekki hafði séð Torodd í meira en mánuð þar sem vinnutími þeirra var ekki sá sami í sólahringnum hélt að Norðmaðurinn lægi dauður í íbúðinni og hefði legið þar lengi. Hann var þess fullviss þegar Torodd opnaði ekki dyrnar er hann bankaði og því hringdi hann á lögregluna til að koma líkinu í réttar hendur.
Nágrannin var að vonum ánægður yfir að Norðmaðurinn var á lífi og enn ánægðari var hann þegar Torodd fullvissaði hann um að hann myndi aldrei aftur borða rakfisk meðan hann dveldi í Skotlandi.
Flokkur: Bloggar | 3.8.2008 | 17:35 (breytt kl. 19:00) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Hvað er munurinn og graflax og rakfisk?
Heidi Strand, 3.8.2008 kl. 18:12
Er ekki klár á muninum þar sem ég er búinn að henda blaðinu með uppskriftinni að rakfiskinum. En persónulega finnst mér þessi jólarakfiskur sem ég hef smakkað bragðlítill.
Dunni, 3.8.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.