Ónýt ríkisstjórn og fylgið rýkur..

Fylgishrun ríkistjórnarinnar þarf engum að  koma á óvart. Þegar farið er yfir þessa mánuði sem stjórnin hefur setið í stólunum er engu líkara ráðherrarnir hafi misskilið stólana sína og talið þá hægindastóla en ekki ráðherrastóla þaðan sem kjósendur vænta bæði frumkvæðis og aðgerða þjóðinni til hagsbóta.

Kíkjum hér á lítinn á lítið brot úr stjórnarsáttmálanum: "Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs". 

Nú spyr maður sjálfan sig hvernig til hafi tekist með brýnasta verkefnið. Að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu.  Það hefur algerlega brugðist og nú flæðir gjaldþrotaholskefla yfir fyrirtækin og fjöldi fólks missir atvinnuna.

Þá eru það markmið hagstjórnarinnar.  Lág verðbólga og lágt vaxtastig.  Á Íslandi er verðbólgan hærri en í nokkru öðru af nágrannaríkjunum.  Vextirnir eru þeir hæstu í heimi samkvæmt Guðna Ágústssyni og Sverri Stormskjer.  

Þegar litið er á frammistöðu stjórnarinnar liggur það nokkuð ljóst fyrir að hún hefur ekki enn hafið störf og kjósendur þegar farnir að missa traust það sem stjórnin fékk á hveitibrauðsdögum sínum.

Örvinglun kjósenda er því ekkert undarleg.  Þeir sjá að leiðtogar stjórnarflokkanna eru ekki starfi sínu vaxnir. Geir og Ingibjörg gjörsamlega taktlaus og tala út og suður.  Stjórnarandstöðuliðið er því miður ekkert betra. Guðni Ágústsson eins og hann opinberaði sig hjá Stormskjerinu, Guðjón Arnar flokkaflakkari og tækifærissinni sem sjaldan stendur við fullyrðingar sínar og svo hefur komið í ljós að Steingrímur er lítið annað en atvinnunöldrari í þinginu. 

Það er eiginlega kominn tími til að stjórnmálaflokkarinir fari nú að taka til í görðum sínum og hleypa yngra fólki með nýjar hugmyndir að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Det er sant som det er sagt Dunni. Du kan takke for å bo i Norge.

Ellers så syntes jeg at dette mye omtalte radioprogram var kjedelig. De fant ikke tonen og det var bara bra a fjøskaillen dro på dør.

ps; skriver på norsk da jeg har ikke púkinn på Safari í Athugasemd

Heidi Strand, 3.8.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Dunni

Alltaf gaman að fá meldingar á norsku. Eiginlega ætti ég að svara og kommentera hjá þér á norsku.

Annars er illt í ári í Trondheim nú.  RBK liggur 3 - 0 undir í Tromsö í hálfleik. 

Dunni, 3.8.2008 kl. 19:03

3 Smámynd: Heidi Strand

Fysssssssssllllllllllllll!

Heidi Strand, 3.8.2008 kl. 19:12

4 Smámynd: Heidi Strand

jjjjj

Heidi Strand, 3.8.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband