Hann skoraði og skoraði 126 mörk

Þegar þetta er ritað eru liðnar 15 mínútur af seinnhálfleiknum í ágóðaleiknum fyrir Ole gunnar Solskjær.  Hann kemur inná eftir 10 mínútur.

Meðan á leiknum stendur er gaman að velta fyrir sér smá tölfræði fyrir Norskarann.

Aðeins 2 útlendingar hafa unnið fleiri tittla í enska boltanum en Solskjær. Það eru markverðirnir Bruce Grobbelaar sem náði sér í 13 tittla með Liverpool og Peter Schmeichel með 10 tittla hjá Man Udt eins og allir vita.

Ole hóf ferilinn hjá Clausenengen í Kristjansund og skoraði í sínum fyrsta leik og alls 115 mörk í 109 leikjum fyrir liðið.  Þá skoraði hann í sínum fyrsta leik fyrir  Molde (nú kemur goðið inná) og 21 mark á sinni fyrstu leiktíð í úrvalsdeildinni norsku.  Han var valinn í landsliðið það ár, 1994 og skoraði þar í sínum fyrsta leik. Solskjær lék alls 65 landsleiki og skoraði 23 mörk.

1996 kemur hann til United og skoraði þar einnig í sínum fyrsta leik.  Mörkin í United urðu alls 126 í 336 leikjum. Hann kom inn sem varamaður í 150 leikjanna.  Hann er númer 14 af þeim sem mest hafa skorað fyrir United

Aðeins tveir leikmenn í sögu Mancehster United hafa fengið borða með nefninu sínu opinberlega hengt upp á Old Trafford. Það eru Solskjær og George Best.

 Svo það er greinilegt að Ole Gunnar Solskjær hefur frá nógu að segja barnabörnunum sínum þegar aldurinn færist yfir hann.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband