Mjólk og bílar á okurverði í Noregi.

Nýmjólk er sannkölluð munaðaravara í konungsríkinu ef mið er tekið af verðlagningunni. Reyndar er verðið misjafnt eftir framleiðendum og verslunum. En í flestum búðum kostar mjólkurlítrinn um 18 nkr.

Mjólkurvörur eins og jógurt og ostar eru hins vegar á svipuðu verði hér og á Íslandi. Munurinn er bara sá að á Íslandi fær maður góða og bragðmikla brauðosta  meðan þeir norsku bragðast ein og síðurnar í gamla Alþýðublaðinu. Þær voru ekki góðar.

 Bílar er annar vöruflokkur sem er dýrari í Noregi en á Íslandi. Sérstaklega er það bagalegt hvernig amerísku bílarnir eru verðlagðir. Gjöld ríkisins á þeim eru ofurhá vegna vélarstærðar þeirra og mengunartölur þeirra eru heldur ekki í takt við vilja norskra stjórnmálamanna.  Þess vegna er nær ómögulegt að fá keyptan sjálfskiptan amerískan bíl nema láta flytja hann sértsaklega inn fyrir sig.

Þeir "amerísku" bílar sem fáanlegir eru með góðu móti eru Chervolettar framleiddir í Kóreu. Þeir eru flestir beinskiptir og með litlar vélar.  Vilji maður kaupa eitthvað stærra og sjálfskipt þá kostar það varla undir 800 þúundum nkr.

Svona er Norge í dag


mbl.is Er ódýrasta mjólkin á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég kunni nú ekki almennilega að meta lambakjötið Íslenska fyrr en ég var búinn að borða lambakjötið í Noregi, svei mér þá, það  var ullarbragð af því og svo til að kóróna allt þá var það rándýrt.  Þó svo að "flest" væri dýrara en á Íslandi held ég nú að kaupmáttur launa þar og hér hafi verið mjög líkur, því launin voru umtalsvert hærri en hér og það sem meira var MENN GÁTU LIFAÐ ÁGÆTIS LÍFI AF DAGVINNUNNI, ÞAR DETTUR ENGUM HEILVITA MANNI Í HUG AÐ VINNA EFTIRVINNU.  Margir hafa bent á það að það sé vegna skattkerfisins, það þurfi að greiða u.þ.b 80% af yfirvinnunni í skatt þetta getur svosem verið en á móti kemur að á Íslandi er þetta hreinlega ekki hægt, MENN GETA EKKI FRAMFLEYTT SÉR OG SÍNUM ÁN ÞESS AÐ VINNA YFIRVINNU.

Jóhann Elíasson, 2.8.2008 kl. 10:03

2 identicon

Norðmenn eru eins og Danir í bílamálum, hér í DK þekkjast ekki sjálfskiptir bílar vegna ofur tolla og annarhver bíll er án aftursæta því að ef þau eru tekin úr þá eru gjöld ríkisins mikið lægri.

Þannig að sú leið sem ég hef farið er að hafa bílinn minn á Íslenskum númerum og en sem komið er hefur ekki verið amast við því.

Kiddi (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Norðmenn sem búa nærri landamærum hafa þó þann valkost að skjótast yfir "grensuna" og kaupa ódýrari matvöru. Ég bjó í 3 ár í Fredrikstad og fór reglulegar ferðir til Svínasunds og fyllti bílinn af kjötvörum, drykkjarföngum og mjólkurvörum.

ps: þá færðu bragðmeiri osta í Svíþjóð, keypti þá í kílóavís í Euro Cash. http://www.eurocash.se/

Björgvin S. Ármannsson, 2.8.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Dunni

Björgvin.      Ég var einmitt að koma úr harry-túr frá Charlottenberg. Fór þangað eftir að ég skrifaði færsluna í morgun. Og verslaði að sjálfsögðu í Eurocash. Matvara í Svíþjóð er um 24% lægri en í Noregi. Auðvitað kom maður við í Systembolaginu líka. Þar er munurinn enn meiri eða um 40%.

 Jóhann.      Í Noregi borgar hinn venjulegi launamaður 50% í skatt af yfirvinnunni. En þegar tekjurnar eru komnar upp í svokallaðan hátekjuklassa hækkar skatturinn. Í mínu starfi hef ég um 112 þúsund hærri laun á mánuði en ég hefði á Íslandi og ég borga 34% í trekjuskatt. Er bara nokkuð sáttur við það. Fæ líka töluvert meira af neysluvarningi fyrir tímakaupið mitt en ég fékk heima ef frá er talin mjólkin. Það er nokkuð klárt að ég er ekki á leiðinni "heim" í bráð.

Kiddi.           Hér í N getur maður fengið japanska og evrópska bíla með sjálafskiptingu og það er svo sem ágætt fyrir þá sem vilja svoleiðis bíla. Ég vil alla vega ekki japanska bíla sjálfur en svo getur farið að maður verði neyddur til þess. Annars skoðaði ég Pajero jeppa á dögunum. Án aftursætanna kostaði gripurinn 370 þúsund nkr en með sætunum 865 þúsund nkr

Dunni, 2.8.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband