Það er ekki erfitt að skilja vonbrigði og sárindi þeira sem lenda í skuldafeni með erlendu lánin sín. Það eru nefnilega ekki langt síðan að Sjálfstæðismenn og Framsókn ásamt fjölda fjármálaspekinga töldu fólki trú um að efnahagsástandið á Íslandi væri með afbrigðum gott, ekki síst vegna stöðugleikans. Það var því eðlilegt að fólk tæki lán í stöðugri og sterkari gjaldmiðli en krónan.
Nokkrum mánuðum síðar er stöðugleikinn allur á braut, gengi krónunnar í djúpum skít og fjármálaráðherra og ríkistjórnin með allt niðrum sig.
Auðvitað hefðu bankar átt að útskýra hætturnar við að fjármagna stór kaup með erlendum lánum. Íslendingar hafa búið við handónýtar ríkistjórnir árum saman og vita að það er aldrei á stöðugleika að treysta í lýðveldinu. En það er varla hægt að tala um að einn svíki annan í þessu samhengi. Hér gildir "veldur hver á heldur" og ef viðtökum lán vitum við að við þurfum að borga andvirði þess til baka með vöxtum, vaxtavöxtum og gengismuninn líka ef lánið er tekið í erlendri mynt.
Bílalánin þungur baggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Ég held þú ættir nú bara að halda þig við sjómennsku frekar en að tjá þig um efnahagsmál.
saitsef (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:14
Alltaf gott að geta kennt öðrum um. En það er öllum ljóst að verðbólgan á Íslandi er ekki vegna þess að illa gengur að selja íbúðir í USA. Því spyr ég þá sem vita betur. Hvað er það sem gegnur svo illa úti í heimi að það veldur hærri verðbólgu á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Afhverju er efnahagsástand á Íslandi verra en í Albaníu þar sem hraðbrautakerfið er 8 sinnum lengra en á Íslandi?
Dunni, 31.7.2008 kl. 09:58
Sæll, ég vildi bara benda þér á að rökstuðningurinn þinn beinir þér á ranga braut. Þú segir að Sjálfstæðismenn og Framsókn hafi talið fólki trú um að efnahagsástand á Íslandi væri gott, ekki síst vegna STÖÐUGLEIKANS. Í næstu setningu segirðu hins vegar að vegna þess að íslenskt efnahagslíf sé svo STÖÐUGT að þá sé eðlilegt að almenningur taki lán í STÖÐUGRI gjaldmiðli en krónunni. Röksemdafærslur þínar, eins skringilegar og þær eru, leiða þig sem sagt alls ekki á þá niðurstöðu sem þú komst að. Ef íslenskt efnahagslíf er stöðugt og með "afbrigðum gott" af hverju ætti fólk þá að leita í erlenda gjaldmiðla? Af hverju að taka á sig gengisáhættu þegar ástandið heima fyrir er nú þegar gott og stöðugt? Ég er eiginlega sammála fyrsta ræðumanni.
Fjármálaverkfræðingur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:01
Síðan hvenær var lengd hraðbrautakerfis mælikvarði á gæði efnahagslífs?
Fjármálaverkfræðingur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:02
Það hefur alla tíð verið einn af mælikvörðunum á gæði efnahagslífs þar sem samgöngur eru í öllum löndum veraldar ein megin undirstaða efnahagslífsins. Það hafa allavega hinar Noðrurlandaþjóðirnar ofarlega í fræðunum um grundvöll atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum landanna. Og heilbrigt atvinnulíf er jú óneitanlega það sem samfélögin lifa á.
Dunni, 31.7.2008 kl. 10:09
Fjármálaspekingur!!!
"Það eru nefnilega ekki langt síðan að Sjálfstæðismenn og Framsókn ásamt fjölda fjármálaspekinga töldu fólki trú um að efnahagsástandið á Íslandi væri með afbrigðum gott, ekki síst vegna stöðugleikans".
Fólk flest trúði stjórnmálamönnunum og tók því lán í góðri trú.
Ef fjármálaspeki þín er í samræmi við lestrarskilningin ættir þú að snúa þér að lönguvitleysu. Það virðist vera spil sem hæfir þér.
Dunni, 31.7.2008 kl. 10:12
Gæði samgangna hljóta að ráðast af því hversu margir hljóta góðs af viðkomandi samgöngum. Þannig gæti albanía verið búin að malbika alla koppa og grundir og komið betur út í þessum samanburði. Réttari mælikvarðar eru t.d. landsframleiðsla á mann, framleiðniaukning, menntunarstig, frelsisstig(öll stig frelsis stjórnmálalegt, persónulegt og efnahagslegt) o.s.frv.
Varðandi hitt, ég skal reyna að einfalda svo þú skiljir. Þú segir að stjórnmálamenn hafi talið fólki trú um að íslenskt efnahagslíf væri sterkt. Þú segir að fólk hafi trúað þessum mönnum. Þá, samkvæmt því sem þú segir, hefði fólk einnig átt að trúa því að krónan væri sterkur gjaldmiðill. En þá byrjar ósamræmið, því margir hverjir fóru að taka erlend lán. Þá spyr ég, af hverju tekur fólk erlent lán með gengisáhættu þegar þau trúa því að íslenskt efnahagslíf sé sterkt?
Og fyrst ég er nú "fjármálaspekingur" þá get ég sagt þér hvað fólk ætti raunverulega að gera undir þeim aðstæðum sem voru. Það vissi allir "fjármálaspekingar" að krónan væri of sterk. Gengisvísitalan hafði hangið í 115-120 í langan langan tíma. Í dag er hún 158. Hærri vísitala = veikari króna. Þegar krónan er sterk þá á maður alls ekki að taka lán í erlendum gjaldmiðlum, maður á að kaupa erlenda gjaldmiðla. Núna þegar krónan er veik þá getur maður tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Heldurðu að það sé hugsanlegt að fólk hafi raunverulega verið að sækja í lægri vexti, VITANDI af þeirri gjaldmiðlaáhættu sem það bjó við, verandi tilbúið að taka gengisáhættuna fyrir lægri vexti og sé núna að borga gjaldið fyrir þessa áhættu? Er það mögulegt?
Fjármálaverkfræðingur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:26
Nú erum við meira á réttu róli. Ég er 100% sammála þér í öllu sem fram kemur í innganginum hjá þér og líka í niðurlaginu.
En spurningin er hvers vegna fólk tók erlend lán í góðærinu á Íslandi. Ég held, en veit ekki, að fólk hafi valið erlendu lánin vegna betri vaxtakjara. Ég er nefnilega ekki viss um að allur almenningur hafi gert sér grein fyrir áhættunni þrátt fyrir æði skrykkjótta efnahagssögu á lýðveldistímanum. Það munar óneitanlega miklu hvort maður fær lán á 7 - 9% vöxtum eða hvort vextirnir eru farnir að nálgast 20% eða jafnvel enn hærra vaxtastig. En ég er sammála þér í að það þarf miklu meiri fræðslu, bæði af hálfu lánastofnana og ekki síður ríkisins, fyrir almenning um skynsamlega fjármálanotkun. "Þetta reddast" tímabilinu lauk með verðtryggingu lánanna og launin héldu áfram að vera óverðtryggð. Eftir því sem ég hef lesið er Ísland eina land álfunnar með slíkt kerfi í gangi árið 2008.
Megirðu hafa góða helgi. Er sjálfur að fara á Glommubakka núna
Kveðja
Dunni
Þar sem ég bý borgaði ég tæplega 3% vexti af íbúðaláninu mínu fyrir 2 árum. Nú hafa þeir vextir hækkað í um 6% en virðast vera í lækkunarfasanum núna. Hérna er engin íbúðalánasjóður fyrir gamalmenni eins og mig. Öll lán eru tekin í hinum frjálsu bönkum þar sem samkeppnin um kúnnan er virk. Bankarnir bjóða í að lána manni í stað þess sem var heima að maður þurfti nánast að ganga með betlistaf á milli banka til að kría út lán fyrir almennilegri útihurð.
Dunni, 31.7.2008 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.