Bannað að reykja undir berum himni

Upp er komin umræða í konungsríkinu um að banna reykingar undir berum himni þar sem fólk safnast saman.  

 Eins og flestir vita var Noregur eitt af fyrstu löndum heimsins sem bannaði reykingar á veitingastöðum.  Lögin um reykingabannið gengu í gildi 1. júní 2004.   Reynslan af reykingabanninu á veitingastöðunum hefur verið svo góð að nú er komin af stað umræða um að banna reykingar víðar en bara á veitingastöðum.  Nú hyggjast Norsarar, til að byrja með, banna fólki að reykja á íþróttavöllum, járnbrautarpöllum, strætóstoppistöðvum, baðströndum og í almenningsgörðum.   

Almennt vilja þeir sem berjast gegn tóbaksbölinu banna reykingar á öllum stöðum þar sem fólk safnast saman.  Það stefnir því í að Noregur verði reyklaust land innan nokkurra ára.  

En hvernig hafa reykingarlögin virkað síðan þau voru samþykkt á Stórþinginu.  Kannanir sýna að nú eru um 80% Norðmanna ánægðir með lögin.  Tóbakssala í konungsríkinu hefur minnkað um 17% síðan lögin gengu í gildi fyrir 4 árum. Samkvæmt könnunum er mikill meirihluti þeirra sem reykja illa launað og lítið menntað landsbyggðarfólk sem hefur lífsviðurværi sitt af vinnu sem ekki krefst fagmenntunnar.   

Karl Eric Lund heitir sá sem mest hefur rannsakað hvernig reykingarbönn hafa þróast bæði í Noregi og í öðrum löndum.  Han segir þróunina vera þá að reykingar séu bannaðar á sífellt fleiri stöðum. Hann bendir á land eins og Bandaríkin, vöggu sígarettunnar, þar sem þróunin er sú að fólk fær ekki lengur að reykja hvar sem er í því annars “frjálslynda” samfélagi.  Hann telur að reykingafólk verði að sýna meiri tillitsemi þegar það kveikir sér í sígarettu innan um margmenni.  Það sé alla vega ekki til of mikils mælst að það dragi sig út úr hópi þeirra sem ekki reykja á brautarpöllunum og baðströndunum. 

Að sjálfsögðu eru ekki allir Norðmenn á því að banna reykingar undir berum himni.  Formaður heilbrigðisnefndar Stórþingsins, Harald T. Nesvik, finnst nóg komið af boðum og bönnum á reykingarfók og segir að það séu takmörk fyrir hve langt sé hægt að leggja reykingafólk í einelti. Aðrir eru á þeirri skoðun að þeir sem veikjast af reykingum eigi ekki skilið að fá læknisaðstoð greidda af skattpeningum þeirra reyklausu.           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er alltaf jafn áhugavert umhugsunar - og umræðuefni, fyrir ýmissa hluta sakir.

Bendi þér á bókina: Löstur en ekki glæpur eftir Lysander Spooner.

Á www.andriki.is segir svo um L.S.: Lysander Spooner var hinn kyndugasti maður. Hann var nítjándualdar Bandaríkjamaður; bóndasonur, lögfræðingur, athafnamaður og baráttumaður gegn hvers kyns ofríki. Hann hóf lögmannsstörf án þess að ljúka lögbundnu starfsnámi, hann rak póstburðarfyrirtæki í samkeppni við lögverndaða póstþjónustu ríkisins, hann barðist gegn þrælahaldi en viðurkenndi jafnframt rétt suðurríkjanna til að segja skilið við Bandaríkin. Og hann bar skegg sem minnir svona einna helst á Benjamín H. J. Eiríksson. Í  riti sínu um glæpi og lesti færir Spooner rök að því að ríkið eigi að láta fólk í friði þó það hafi sína lesti. Allir menn hafi lesti, en engin leið sé að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll hvaða lestir séu verstir. Það fari ekki síst eftir einstaklingnum sjálfum hvaða áhrif þeir hafi á hann. Ef ríkið ætli sér að gera alla lesti refsiverða þá verða fangelsin full en enginn eftir fyrir utan til að smella í lás.

 Vertu duglegur að blogga; það er langt síðan hefur heyrzt frá þér!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Dunni

Hef verið í ótrúlegu letikast í sumar.  Geri ekkert annað en að slappa og slá garðinn eða blettinn í kringum hjólhýsið á milli þess sem ég skrepp til Eystrasaltslandanna. 

Dunni, 20.7.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband