Magnús varamaður talar af heimsku

 Ég brá mér á netið áðan og horfði á Silfrið frá síðustu helgi.  Alltaf gaman að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni heima þegar vitiborið fólk viðrar skoðanamun sinn. En þegar talið snérist að flóttafólkinu fór mesti glansinn af umræðunni. Magnús varamaður talaði af svo einstaklega lítilli þekkingu um flóttamannahjálp að á tíma hélt ég að hann væri með hreindýrsheila en ekki menskan.Nú er líka komið á daginn að þingflokkurinn, þar sem varaformaðurinn er varamaður, afneitar málflutningi hans. Heimska varabæjarfulltrúans færði Sjálfstæðisflokknum hreinan meirihluta í bæjarstjórninni á Skaganum.Málflutningur varamannsins er svo víðáttuvitlaus að það er með ólíkindum að hann hafi náð eyrum miðstjórnar Frjálslyndaflokksins sem lýst hefur stuðningi við störf hans.  En sem betur fer er þingflokkurinn ekki á sama máli.  Kanski að hann fari að dæmi bæjarfulltrúans á Skaganum og gangi í Sjálfstæðisflokkinn þar sem þeim yrði örugglega tekið eins og týnda sauðinum í Biblíusögunum.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ég heyrði nú minst af því sem hann var að segja því það var endalaust gripið framí fyrir honum, sérstaklega af stjórnandanum. Mér finnast hinsvegar spurningarnar sem hann hefur sett fram skynsamlegar og skil ekki af hverju ekki er hægt að svara þeim.

Ég er hinsvegar sammál þér að það fór mesti glansinn af umræðunni þegar talið snerist að flóttafólkinu en það var nú aðallega vegna þess að stjórnandinn missti sig úr hlutverki stjórnanda í þátttakanda og þá varð þátturinn stjórnlau framíkall.

Varðandi Akranesmálið væri fróðlegt að vita hvort hún sem eini bæjarfulltrúi flokksins hafi skilið fjárhagsskuldbindingar eftir hjá hinum sem eftir sitja og kostuðu hana í bæjarstjórn.

Landfari, 24.5.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband