Mæður berja börnin

  “Ég er 11 ára gömul stelpa, bráðum 12. Mamma gargar á mig og lemur mig hvað eftir annað meðan litla systir mín horfir á.  Ég á líka litla tvíburabræður og þeir horfa líka á þegar hún slær mig.  Þeir segja svo frá þessu í leikskólanum.  Ég hef hugsað um að flytja til pabba en get það ekki.  Mér þykir vænt um systkini mín og líka mömmu.  Hvað á ég að gera?” Þetta er úr sms skeyti sem barst Barnastofnuninni í Ósló fyrir stuttu og er aðeins eitt af mörgum sem stofnuninni berst í hverri viku. Í könnun sem birt var í vetur, um ofbeldi gagnvart börnum inn á norskum heimilum, kemur fram að það eru mæðurnar sem berja börnin oftar en feðurnir.  Rúmlega 20% barna hefur orðið fyrir ofbeldi af mæðrum sínum meðan það eru 14% barna sem hafa orðið fyrir barsmíðum af feðrum sínum.    Í könnuninni eru líka birtar tölur um “vægt ofbeldi” og þar eru mæðurnar líka í meirihluta sem gerendur.  Um 16% stúlkna og 14% drengja verða fyrir minni háttar valdbeitingu frá mæðrum sínum meðan að það eru 9%, fyrir bæði kyn, sem fá hirtingu af feðrunum. Í könnuninni kemur fram að börnin taka það meira nærri sér þegar mæðurnar beita þau ofbeldi en ef faðirinn á hlut að máli.  Gróft ofbeldi af hendi feðra leiðir gjarnan til þess að börn verða sí hrædd og haldin kvíða auk þess sem það leiðir til meltingatruflana.   Ef ofbeldi er beitt af mæðrum eykst hætta á að börnin taki sitt eigið líf. Börnum finnst það meiri skömm að vera slegin af mæðrum sínum en feðrum.  Það kemur m.a. fram í því að börnum finnst mun erfiðara að tjá sig um ofbeldi frá mæðrum sínum en feðrum.   Ragnhild Björnebekk, sem rannsakað hefur ofbeldi gegn börnum segir skýringuna geta legið í því að alment er litið á mæður sem þann aðila sem börn geta helst vænst verndar af.  Það sé því mun þyngra þegar þau eru beitt ofbeldi og barsmíðum í stað verndarinnar.  Björnebekk segir að munstrið sé annað í Svíþjóð þar sem það séu feðurnir sem oftar beiti börn sín ofbeldi en mæðurnar.  En í sænskum rannsóknum kemur fram að það verður æ algengara að konur með hákólapróf beiti börn sín ofbledi.  Skýringin á því kann að vera sú að konur sækist eftir hærri stöðum í atvinnulífinu nú en áður og því fylgir bæði álag og streyta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband