Svo sem vér og fyrirgefum

 Fjölmargir Íslendingar muna enn eftir bankaráninu í Stavanger vorið 2004. Í því skaut einn glæpamannanna lögreglumanninn, Arne Sigve Klungland, til bana.  Þetta var að sjálfsögðu þjóðarharmleikur og lögreglan lagði mikið á sig við að leysa málið og það tókst.  Kjell Alric Shumann, einn ræningjanna var dæmdur fyrir að skjóta lögreglumanninn. Nú hefur það gerst að ekkja lögreglumannsins, Áslaug Klumsland, hefur fyrirgefið morðingja eiginmanns hennar.  Sunnudag einn í vetur gekk hún til kirkju í Stavanger og talaði um fyrirgefninguna í troðfullri kirkjunni.  Hún sagðist hafa ákveðið að reyna að fyrirgefa ógæfumanninum sem varð Arne Sigve að bana. Hún sagði að sér hefði liðið illa með þá tilfinningu að hún hefði ekki fyrirgefið eins og guð ætlaðist til af börnum sínum.  Hún hefur sjálf reynslu af því að hafa hlotið fyrirgefningu og því fannst henni að hún yrði að vera manneskja til að fyrirgefa sjálf.  Hún sagði líka frá því að hún hafi verið mjög spennt þegar hún heimsótti Kjell Alrich í fangelsið þar sem hún vissi ekkert um hvernig fanginn brigðist við komu hennar. Með henni í för var prestur sem líka talaði við morðingjann.  

Fundur þeirra var góður að sögn ekkjunnar. Og þegar hún kom út úr kirkjunni leit hún til himins og þakkaði guði og hugsaði með sér að hún væri ekki að sækjast eftir hefnd. “Ég finn ekki fyrir neinni biturð. Ég fyrirgef” sagði ekkjan, Áslaug Klumsland.

Betur að fleiri gætuð farið að dæmi ekkjunnar í Stavanger

GÞÖ

http://mail.orangetours.no/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband