Hlustaði á merkilegt útvarpserindi um mannkynið í bílnum á leið til vinnu á föstudaginn. Þar kom fram að frá upphafi mannabyggðar á Jörðinni sé mannkynið um 106 milljarðar. Þar sem Jörðin hýsir nú um 6 milljarða manna er það ekki flókinn reikningur að finna út að á undan okkar kynslóð hafa 100 milljarðar manna haft bústað sinn á hnettinum okkar. Okkur þykir víða þröngt á þingi nú á þessari plánetu. Tókíó og Indland er góð dæmi um svæði þar sem hver einstaklingur hefur ekki úr mörgum fermetrum að spila. Þar er aðra sögu að segja en frá Íslandi og Noregi þar sem einstaklingar hafa nánast ótakmarkað pláss fyrir sig og sína. En það getur verið bæði gaman og fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þetta sé þarna uppi á himnum þar sem um 100 milljaðrar fólks röltir um í guðsríki. Þ.e.a.s ef flestum bærðra okkar hefur verið hleypt þar inn. Við sem lásum, Bræðurna ljónshjarta, á sínum tíma munum vel að þar var vistinni lýst bjartri og góðri og ekki minnst á að skortur væri á himnarými þar. Það gæti verið vænlegt verkefni fyrir heimspekinga nútímans að velta fyrir sér þessari þróun og reyna að finna út hvað orðið er um þessa 100 milljarða manna sem ekki eru lengur á meðal vor. Sem betur fer því þá fækkaði fermetrunum á Íslandi og Noregi sem við leikum okkur á í dag.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.