Gleymdi að segja sjúklingnum af krabbameininu

Það dúkka alltaf upp hin furðulegustu tilfelli í norska heilbrigðiskerfinu. Í síðustu viku voru birtar upptökur frá sjúkraflutningamönnunum sem skildu lífshættulega slasaðan Sómala eftir í almenningsgarði í Ósló í sl. sumar. Sjúkraflutningamennirnir voru sakaðir um rasisma en sóru og sárt við lögðu að sú hefði alls ekki verið ástæða þess að þeir fluttu ekki mannin undir læknishendur.

 

TV2 komst yfir upptökur af samtölum mannanna í sjúkrabílnum og Ullevål spítalan. Tveimur dögum áður en upptökurnar voru spilaðar í fréttatíma sjónvarpstöðvarinnar skrifaði annar mannanna opið bréf í Aftenposten þar sem hann bað Sómalan og fjölskyldu hans að hætta við málsóknina gegn þeim þar sem hún væri á misskilningi byggð.

 

Upptökurnar eru með þeim hætti að ómögulegt er að skilja þær öðruvísi en sem hreina kynþáttafordóma og mannvonsku.  Engin leggur nú trúnað á hið opna bréf sjúkraflutningamannsins og að sjálfsögðu heldur fjölskyldan málsókninni til streitu.

 

Þá bárust fréttir að því í vikunni að kona nokkur sem lögð var inn á Austfold sjúkrahúsið greindist með krabbamein en læknarnir gleymdu að láta hana vita af meinsemdinni.  Sjö mánuðum síðar var konan öll og komin undir græna torfu.

 

Að sjálfsögðu hafa aðstandendur konunnar kært læknana og sjúkrahúsið til heilbrigðisnefdarinnar og nú bíður fólk spent eftir hver eftrirkeikurinnverður fyrir sjúkrahúsið og læknana.  Þetta er nefnilega í annað sinn sem þetta hendir á þessu sama sjúkrahúsi. Í fyrra var það 60 ára gamall karlmaður sem hafði greinst með krabba en það bæði gleymdist að segja honum af því og hann var heldur ekki kvaddur til eftirmeðferðar.  Hann var heppinn þar sem fjölskylda hans áttaði sig á að ekki var allt med felldu og ók honum á sjúkrahúsið þar sem hann var skorinn upp í hvelli og lífi hans bjargað á síðustu metrunum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband