Það er oft merkilegt að fylgjast með fréttum úr íslenskum stjórnmálum þegar maður situr handan hafsins. Er einhvern veginn auðveldara að greina moðið frá matnum úr fjarlægðinni.
Mér finnst mjög eðlilegt að atvinnunöldrarinn, Steingrímur Sigfússon, spyrji Geir Haarde um samskipti Seðlabankans og ríkistjórnarinnar. Ég held ekki að kjaftasögur hafi rekið Steingrím til spurninga sinna heldur misvísandi skilaboð frá ráðherranum og bankastjóranum. En ég verð að viðurkenna að svar ráðherrans skýtur mjög skökku við fyrri yfirlýsingar hans og Seðlabankastjóra.
Geir hefur sagt að auðvitað muni ríkið hlaupa undir bagga með bönkunum í þeirri kreppu sem nú er brostin á í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Davíð hefur hinsvegar sagt að ekki komi til mála að rétta íslensku bönkunum hjálparhönd.
Þegar forsætisráðherra og Seðlabankastjórinn tala út og suður verður málflutningur ráðherrans ótrúverðugur þegar hann segir samskipti þeirra í millum fín.
Það sem ég velti fyrir mér þessar vikurnar er hvaðan er þjóðarskútunni stýrt. Er það í stjórnarráðinu eða frá Seðlabankanum. Það er alveg ljóst að Ingibjörg hefur lítil sem engin áhrif nema bara að segja við tilkynningunum sem Geir flytur henni frá Kalkofnsveginum.
Fín samskipti við Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.