Hvernig má það vera að í vaxandi byggð fækki atvinnutækifærunum.
Sú var tíðin að á Reyðfirði bjuggu á milli 600 og 700 manns. Þá voru í miklum blóma þar í þorpinu bakaríið hans Gunnars Hjalta, kjötvinnslan Austmat og KK matvæli. Við Eskfirðingar þurftum stundum að bíta í það súra epli að fara inn á Reyðarfjörð til að fá eitthvað ætilegt í pottinn eða á pönnuna. Við hugguðum okkur náttúrulega við það að Krilla í KK er Eskfirðingur.
En nú er öldin önnur. Aldrei hafa fleiri verið með fasta búsetu á Reyðarfirði. Það þakka menn auðvitað álverinu. En nú lítur út fyrir að fábreytnin fari vaxandi í atvinnulífinu. Það er kanski líka álverinu að þakka.
En það hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar fjölbreytni í atvinnulífi minnkar á sama tíma og íbúunum fjölgar. Ef svona heldur áfram verður bara eitt fyrirtæki starfandi í gamla hreppnum sunnan Hólmatinds. Álverið í Sómastaðatúnfætinum.
Fjölbreytnin sem fylgja átti íbúafjölguninni er að snúast í andhverfu sína.
GÞÖ
Kjötkaup á Reyðarfirði segja upp starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Þetta er einfalt mál. Byggðastefna virkar ekki. Það þyðir ekki að búa til atvinnu sem fólk vill ekki vinna. Þá verður að fá erlent vinnuafl til að vinna þessi tímabundnu störf. Fólki fækkar og atvinnutækifærum líka. Það er þrennt í stöðunni. Fyrsta er að flyta burt. Annað er að sætta sig við hlutina og búa þarna þó svo þjónustan sé skert. Þriðja er að halda blekkingarleiknum áfram og leggjast í nýja stóriðju með öllum þeim loforðum sem henni fylgja, og fólk á Reyðarfiði og annarsstaðar var mjög ginkeypt fyrir.
Stundum er betra að lifa í blekkingu heldur en að horfast í augu við raunveruleikann.
Loopman, 8.5.2008 kl. 08:53
Maður sá þetta í spilunum áður en framkvæmdir hófust. En hvað veit ég. Ég er bara artí hippi sem sveik málstaðinn og settist að í Reykjavík.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.