Þjónar eru í krabbameinshættu!!!

Í rannsókn sem gerð hefur verið Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi kemur í ljós að karlkyns þjónar eru í mestri hættu þegar krabbameinið er handan við hornið.  Það getur því verið bráðhættulegt fyrir karla að starfa sem þjónar á veitingastöðum.

Aðrar starfstéttir sem eiga á hættu að verða krabbanaum að bráð eru þeir sem vinna í tóbaksiðnaðinum, bruggverksiðjunum, kokkar, sótarar og sjómenn!!

Þeir sem eru í lítilli hættu eru bændur, sem eru öruggastir allra, skógarhöggsmenn, kennarar, garðyrkjumenn og læknar.

 

Þessi rannsókn sem tók til 15 milljóna manna er talin einstök í heiminum og það er hinu frábæra krabbmeinseftirliti sem við haft er á Norðurlöndum að þakka að hægt er að framkvæma slíka könnun.  Könnunin verður birt í heild sinni eftir nokkra mánuði.

Í Noregi náði könnunin til 1,3 milljóna karla og nær jafn margra kvenna.

Tölfræðin sýnir að 280 000 karlanna hafa fengið krabbamein meðan 260 þúsund konur hafa hlotið sömu örlög.  Samanlagt eru það 40 tegundir af krabbameini sem þjakað hefur þetta fólk.

 

Könnunin náði til fólks á aldrinum 30 – 65 ára á árunum 1960, 1970, 1980 og var fylgt eftir með skoðunum á fólki allt til ársins 2003.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband