Dönsk ferming, bjór og Gammel dansk

 

Dönsk fermingarveisla.

Á dögunum brá ég mér í fermingarveislu í Danmörku.  Verð að segja að sú var mikið öðruvísi en maður á að venjast bæði frá Íslandi og í Noregi þar sem fermingarveislur eru ekki ósvipðar.

 

Fermingin var í kirkjunni kl 9 að morgni.  Dáldið snemma að okkar venju.

Síðan byrjaði veislan kl 12:00.

 

Upp úr klukkan 11 fóru veislugestir að streyma að og ástæðan var auðvitað að fá sér öl og snaps til að hita sig upp fyrir átið, því í Danmörku er ætlast til að maður fái á tönnina í fermingarveislu!

 

Síðan hófst veislan.  Mikill og góður matur, margréttaður, var borinn fram og rautt og hvítt vín ásamt bjór eins og hver og einn gat í sig látið.

 

Að því loknu stóð fólk upp frá borðum og teygði úr sér, með glas í hendi, og naut góða veðursins og sólarinnar sem nýkomin var til byggða á N-Jótlandi.

 

Næst var það kaffi og kökur. Þá var klukkan farin að halla í  þrjú og fólk skrafhreyfið mjög og naut samverunnar. Undir kaffinu tók fermingarbarnið upp gjafirnar og fjölskylda og gjestir samfögnuðu.

 

Þegar klukkan var orðin 6 kom svo síðasti rétturinn á borðið.  Það var heimferðarsúpan. Í Danmörku fá nefnilega fermingargjestirnir súpu svo þeir verði ekki hungurmorða á heimleiðinni.   Þetta var aldeilis alveg frábær, indversk, kjúklingasúpa sem hver og einn bætti í grænmeti, ávöxtum og hrísgrjónum að eigin smekk.  Þessi súpa var svo góð að ég er ákveðinn í að komast yfir uppskriftina.

 

Það var svo upp úr klukkan átta að fólk fór að þakka fyrir sig og tínast heim á leið.

 

Þetta fannst mér einhver skemmtilegasta fermingarveisla sem ég hef tekið þátt í.  Alla vega var þetta ný reynsla.  En það er alveg ljóst að Danir geta ekki farið í margar fermingarveislur á einum og sama deginum eins og tíðkaðist á Eskifirði á sínum tíma þegar bæjarbúar reyndu að heiðra sem flest fermingarbörn með heimsóknum á stóra deginum.                                                                                                                                                            

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

De kan å nyte livet i Danmark. Konfirmasjonselskap var også langvarige i Norge. Jeg serverte en gang i konfirmasjon. Sermonien var kl 11. De som var i kirka fikk snitter da de kom hjem etterpå. Så var middag kl 13, ettermiddagskaffe og aftensmat. Vi var ikke ferdig før sent på kvelden.
Det var omkring 20 gjester og alle satt til bords. De som sendte gave og ikke var i selskapet, ble invitert til etterselskap.

Jeg vet ikke om hvordan de feirer i dag. 

Heidi Strand, 7.5.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þessi lýsing hljómar kunnuglega. Svona voru þær veislurnar hjá henni systur minni í Danmörku. Já, öðruvísi mér áður brá hér í den. Þetta er auðvitað eina vitið, eta, drekka, vera glaður, fara með kvæði, njóta lífsins, ljúka svo öllusaman um kvöldmat með súpu. Danir kunna þetta, hversu bölvaðir sem okkur kann að þykja þeir ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband