Glórulaus samgönguráðherra!!

 

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, (kanski mislynda floksins) gerir lítið úr að einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins vill láta athuga hvort endurvekja eigi Ríkiskip eða styrkja aðrar skipaútgeriðr til að fjarlægja lungan af þungaflutningunum af okkar afkastalitla vegakerfi.

 

Eins og svo oft áður telur Jón að hann einn sjái ljósið. Þingmaður Sjálfstæðismanna er sauður sem framkvæma vill frjálshyggju með sósíalisma og samgönguráðherra, sem segir að einn flutningabíll með tengivagni slíti vegunum jafn mikið og 12.000 fólksbílar,  er glórulaus.

 

Jón segir að flutningabílarnir séu ekki vandamálið heldur vegirnir og menn verði að átta sig á því að flutningabílarnir séu komnir til að vera.

 

Þessi skrif þingmannsins sýna glöggt hve þröngsýnn hann í rauninni er. Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé á hugmyndafræðilegum villigötum. En það er dagljóst að Jón er fastur í fortíðarhyggjunni sjálfur sem vill halda dauðahaldi í flutningabíla.

 

All flestar Evrópuþjóðir vilja flutningabílanna burt af vegakerfi sínu. Bæði menga þeir meira en góðu hófi gegnir og svo hefur það sýnt sig að þeir eru hættulegir í umferðinni og þá skiptir ekki máli hvort þeir eru á hinum mjóu vegum Íslands eða hraðbrautum Evrópu.

 

Auðvitað þarf að gera stór átak í íslenskri vegagerð og breikka vegina til muna.  En það sem myndi hjálpa íslenska samgöngukerfinu mest er að leggja flutningajárnbraut frá Reykjavíkursvæðinu til Norður og Austurlands. Við eigum næga orku til að knýja slíka járnbraut og því er sjálfsagt að skoða hvort slík samgönguframkvæmd myndi ekki spara peninga til framtíðara á Íslandi eins og í Noregi, Svíþjóð og öðrum löndum sem vilja losna við sem mest af flutningabílum af þjóðvegunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband