Draumurinn um Evruna

Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld að finna sem skjótast út hvað þau ætla að gera með hina handónýtu íslensku krónu sem nánast útilokað er að fá skipt í erlenda mynt nema með ofboðslegum afföllum. 

 En að láta sér detta í hug að taka upp Evru er mjög fjarlægur draumur sem stendur. Bæði er að verðbólga á Íslandi er alltof há til þess að ESB samþykki að veita þjóðinni aðgang að gjaldmiðli sínum og svo er íslensk efnahagstjórn í einhverju doðakasti sem heldur ekki passar fyrir ráðamenn í Brussel.

Það skiptir því engu máli hvað Össuri Sk. finnst um hagsnilli dýralæknisins í fjármálaráðuneytinu og Geirs forsætisráðherra.  Þeir hafa með engum hætti náð tökum á efnahagsstjórninni enda hafa þeir varla gert nokkra tilraun til þess.

 Ef líffræðingurinn Össur, með sérþekkingu í kýnlífi fiska, sér snilligáfu samráðherra sinna  sem engin annar hefur komið auga á ætti hann að beina því að dýralækninum að gefa sjálfum sér doðasprautu og forsætisráðherranum vítamín. Þannig gæti Össur lagt sitt av mörkum til að þeir vakni til lífsins og taki á krónunni og öðru því sem getur komið atvinnu og efnahagslífi þjóðarinnar að notum. 


mbl.is Evrusinnum fjölgar samkvæmt könnun SI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband