Fréttir, blogg og sms-skeyti um meint vændi á Egilstöðum vakti athygli mína í dag. Ég skil ekki af hverju það fer í fréttirnar þar sem vændi er fullkomlega lögleg arvinnugrein á Íslandi samkvæmt nýlegum lögum eftir því sem ég hef frétt.
Undanfarið hef ég velt lítiliega fyrir mér málefnum vændiskvenna. Það kemur til af því að í Noregi voru sett afar einkennileg lög um vændi. Málið er að það er fullkomlega löglegt að konur selji blíðu sínu. En karlar hafa ekki leyfi til að kaupa þá blíðu sem konurnar falbjóða. Ef upp kemst að maður hafi keypt sér blíðu portkonu á han yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og háa fjársekt. Gleðikonan heldur hinsvegar aflahlut sínum og getur áfram tælt kynhungraða karlmenn til lögbrota.
Áður en lögin voru sett var gerð könnun á fjölda norskra vændiskvenna og af hverju þær höfðu leiðst út í þessa elstu atvinnugrein konunnar. Svörin voru þau að 8% kvenanna sáu sér fyrir eiturlifjum með sölu á líkama sínum. Hjá 3% kvenanna var það ævintýraþráin sem rak þær út í vændi. Það voru því 89% norsku vændiskvenanna sem völdu starfið af því það var betur borgað en sem kassadama í Bónus auk þess sem þær gátu ráðið vinnutíma sínum sjálfar. Þetta varð niðurstaða könnunnarinnar í Noregi á því herrans ári 2007.
Samkvæmt niðurstöðu norsku hagstofunnar er það því allt annað en neyð sem rekur flestar konur út í vændi. Og því veit maður ekki hvort maður á að kenna í brjóst um þessar blessaðar portkonur eða hneyklsast á þeim. Svo er líka spurning hvort eigi yfir höfuð að banna vændi sem atvinnugrein eða ekki. Ef vændi er glæpur er sjálfsagt að banna það á sama hátt og morð og þjófnaði. En ef það er ekki glæpur að selja eða kaupa vændi er fáránlegt að banna atvinnugreinina.
Norðmenn fóru að dæmi Svía og bönnuðu kaup en ekki sölu á vændi. Það er ómerkilegur tvískinnungsháttur þeirra sem ekki þora að ganga skrefið til fulls.
Flokkur: Bloggar | 6.5.2008 | 12:45 | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Það er vafasamt að banna nokkrum að selja sig(nema auðvitað þeim sem bera smit). Því þrátt fyrir allt má ekki gera þær sem í alvöru þvingast útí vændi,að glæpamönnum.En það má banna kaupin á forsendum sömu kvenna;sá sem kaupir þær er að nærast á eymd þeirra.Þetta held ég að haldi mönnum frá að "stíga skrefið til fulls" eins og þú orðar það.Vændi verður alltaf til staðar.Það er kjánalegt að ætla að nokkur löggjöf breyti þar nokkru.Spurningin er bara þessi; hvaða form viltu hafa á því?? Umhverfið hverfur ekki þótt við lokum augunum.FRIÐUR
Haraldur Davíðsson, 7.5.2008 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.