Heimskur, heimskari og ALCOA

Ég hef tekið eftir umræðunum um ALCOA, bæði á blogginu og gömlu fjölmiðlunum, upp á síðkastið.  Það vantar fleira fólk á Reyðarfjörð til að halda þessu langþráða álveri gangandi.

 

Það vill svo til að ég þekki nokkra sem unnið hafa í þessu álveri.  Það sem er sameiginlegt fyrir þá alla er að þeir hættu eftir stuttan tíma. Ástæðan var sú sama hjá öllum.  Alltof lág  laun fyrir alltof mikla vinnu.

 

Þetta er nákvæmlega það sama og gerst hefur í Noregi.  Álgreifarnir vildu lækka laun starfsfólks og fá meira í sinn vasa.  Það tókst ekki og því hefur fjölda álvera verið lokað hér. Munurinn var reyndar sá að norsk stjórnvöld borguðu ekki með rafmagninu til álveranna eins og gert er á Íslandi.

Á sama tíma keppast meingölluð íslensk stjórnvöld og sauðheimskar sveitastjórnir við að fá ný álver í bakgarðana sína. Nú eru það Keflvíkingar og Húsvíkingar sem vilja álver alveg eins og Reyðfirðingar.

 

Það er ótrúlegt að núverandi ríkisstjórn skuli ekki hafa lært nokkurn skapaðan hlut af Reyðarfjarðardæminu sem á stóran þátt í efnahagsógöngum þjóðarinnar í dag. Erlent fjármagn flæddi inn í landið og Davíð, Geir og Árni Matt kunnu ekki að bregaðst við peningaflæðinu.  Þegar svo framkvæmdir við verskmiðjuna og virkjunina sem sjálfsagt þurfti líka drógust saman sprakk blaðran og kreppa og verðbógla brast á með látum.

 

Og enn ljá stjórnvöld máls á vitleysunni sem kemur til með að halda Íslandi sem láglaunasvæði áratugum saman meðan verið er að greiða niður virkjunarkostnaðinn og styrkja þá verktaka sem nánast fara beint á hausinn um leið og framkvæmdunum við mannvirkin lýkur.

 

Og svo halda menn að álver geri þjóðina hamingjusama.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

já það er nokkuð til í þessu hjá þér

Adda bloggar, 6.5.2008 kl. 08:04

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Getur ekki verið að vinnuumhverfið spili líka inn í. Það henti ekki íslenskri sjómanna- og bændahugsun. Nú eru launin líklega heldur hærri tíðkast hefur á Austurlandi, þó þau séu undir því sem gengur á höfuðborgarsvæðinu.

Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Blaðran nýsprungna og kreppan núna hafa lítið með framkvæmdirnar fyrir austan að gera.

Hugleiddu ástandið fyrir austan ef ekki hefði verið farið í álversframkvæmdirnar.

Hver heldur þú að borgi rafmagnið sem fer í álverið aðrir en Alcoa? Trúir þú að það sé gert með ljósaperum, sjónvarpstækja og brauðristum heimilana?

Í dag er verið að tala um að það gæti farið niður í tólf ár sem það tekur að borga Kárahnjúkavirkjun.

Laun í álverum draga ekki niður meðallaun í landinu, þvert á móti.

Álver ein og sér gera okkur ekki hamingjusöm  en verðmætin sem verða eftir í landinu ár hvert geta svo sannarlega hjálpar til.

Tryggvi L. Skjaldarson, 6.5.2008 kl. 08:39

4 identicon

Ekki er það ætlun mín að verja álverið, en það tekur mjög á heimilislífið þegar einhver þarf að fá svefnfrið á daginn. Alltaf verið að sussa á börnin, eða byðja þau að fara út að leika. Þau geta ekki farið heim með vinum því þar er líka einhver sem þarf að fá svefnfrið. Þetta tekur mjög mikið á á sumum heimilum. Launin eru sæmileg miðað við verksmiðjuvinnu. EN ÞAÐ er þetta laumuspil með að segja ekki frá óhöppum og slysum ,það má ekkert svoleiðis fréttast út til almennings eða fjölmiðla. Einn starfsmaður fékk rafstraum í líkamann vegna útleiðslu, sem er stór hættulegt. Þetta slys er ekkert rætt  Er það af því að maðurinn er erlendur og rafmagnsbruni sést ekki utaná líkamanum.  Það þarf að skoða slysamálin hjá íslensku álverunum, fá eru skráð því skyrslugerðin og skriffinnskan sem því fylgir fælir fólk frá að segja frá óhöppum sínum. Gerum þessa umræðu opinberari, þe slysin og óhöppin.

ph (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 08:44

5 Smámynd: Heidi Strand

Þetta ástand  sem er núna i þjóðfélaginu, var spáð  fyrir fimm árum af andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar.

Íslenska þjóðin var ábyrg fyrir 249 milljarða króna lánum vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Mér sýnast 249 milljarðar í mínus nú vera orðnir að 338 milljörðum eftir gengishrun íslensku krónunnar.

Heidi Strand, 6.5.2008 kl. 11:55

6 identicon

Nú á að ýta bændum til hliðar með eignarnámi. Helvítis bændur þarna á suðurlandinu að sína mannlegar tilfinningar og þykjast hafa eitthvað um málið að segja. Vita þeir ekki að virkjanir eru framtíðin. Náttúran er svo 10 years ago.

Við erum þjóð sem lifir í örbyrgð. Skjótra aðgerða er þörf. Fleiri virkjanir!

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband