Þjóðarsátt um aðgerðaleysi

Það er dálítið einkennilegt að fylgjast með því sem gerist eða ekki gerist í íslensku samfélagi þessar stundirnar.  Sérstaklega á þetta við þegar maður hefur fengið reynslu af því að búa í landi þar sem efnahagsástandið er nokkuð stöðugt.  Í Noregi er það nefnilega þannig að bæði ríki, fyrirtæki og almenningur hefur það nokkuð þokkalegt í því stöðuga góðæri sem verið hefur í konungsríkinu síðustu árin.

 

Á Íslandi virðist ástandið aðeins öðruvísi.  Nýbúið að skrifa undir kjarasamninga og hálfum mánuði síðar eru launþegar komnir í verri stöðu en þeir voru fyrir samningana.  Gamla “góða” verðbólgan sér um sína.  Það er náttúrulega ákveðin stöðugleiki en kanski ekki sá sem fólkið vill.

 

Svo, eins og venjulega, koma stjórnvöld fram eftir að hafa setið aðgerðalaus í langan tíma og hrópa á hjálp í formi þjóðarsáttar.  Mér sýnist að sú þjóðarsátt sé um ekki neitt. Alla vega eru engar vísbendingar um aðgerðir ríkistjórnarinnar svo það er eðlilegt að margir spyrji sig út á hvað þessi þjóðarsátt eigi að ganga.

 

Annars lítur út fyrir að þjóðarsátt Geirs og Ingibjargar gangi út á að skerða enn frekar kjör láglaunafólks og eftirlaunaþega meðan svo kallaðir aðilar vinnumarkaðarins (eigendur fyrirtækjanna) verði styrktir enn frrekar af stjórnvöldum.  Það þýðir einfaldlega aukin miskipting í okkar annars æði miskipta samfélagi.

 

Þjóðin á alla vega kröfu á að vita út á hvað þjóðarsáttin á að ganga.

Ef það á að vera eitthvert leyndarmál vita allir hvað gerist.  Það verður samfélagskreppa hjá láglaunafólki og þeirra sem þurfa á ummönnun að halda meðan sjálftökugreifarnir fitna sem aldrei fyrr með hjálp ríkistjórnarinnar.

 

Og allt er þetta vegna vangetu ríkistjórnarinnar og mistaka í Seðlabankanum

GÞÖ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband